Fréttir
Verkefnisstjórafundur Brothættra byggða í nýjum húsakynnum Byggðastofnunar
15 október, 2021
Verkefnisstjórar Brothættra byggða og sambærilegra byggðaþróunarverkefna komu saman til fundar í húsakynnum Byggðastofnunar dagana 12. og 13. okt. sl. Ánægjulegt var að hópurinn gat loksins hist á staðfundi eftir langan tíma eftir takmarkanir vegna COVID-19. Dagskráin var þéttskipuð. Farið var yfir verkefnislýsingu Brothættra byggða og ýmis praktísk málefni tengd framkvæmd og umsýslu verkefna í þátttökubyggðarlögunum. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar kynnti hlutverk og starfsemi Byggðastofnunar. Fundargestum gafst færi á að kynnast nánar lánamöguleikum Byggðastofnunar, ýmissi þróunarvinnu á sviði byggðamála s.s. þróun mælaborða um byggðatengd málefni og aðgerðaáætlun byggðaáætlunar stjórnvalda.
Lesa meira
Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna
5 október, 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni er úthluta 36 milljónum króna til sjö verkefna á sviði almenningssamgangna fyrir árin 2021-2022. Markmið með framlögunum er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna um land allt.
Lesa meira
Maturinn, jörðin og við
30 september, 2021
Félagið Auður norðursins í samstarfi við Byggðastofnun og fleiri aðila efna til ráðstefnu um matvælaframleiðslu í nútíð og framtíð. Ráðstefnan fer fram í Hofi á Akureyri og hefst um hádegi 10. nóv. og líkur seinni partinn daginn eftir. Nánari tímasetning og dagskrá er að finna hér.
Lesa meira
„Betri búskapur - bættur þjóðarhagur“, verkefni LbhÍ, styrkt úr Byggðarannsóknasjóði
27 september, 2021
Árið 2019 samþykkti Byggðarannsóknasjóður að styrkja rannsóknarverkefnið „Betri búskapur – bættur þjóðarhagur“ sem unnin var af sérfræðingum Landbúnaðarháskólans og nokkrum samstarfsaðilum. Nú er þessu verkefni lokið og lokaskýrsla komin út.
Lesa meira
Norðurslóðaáætlunin - umsóknarfrestur 8. okt.
27 september, 2021
Umsóknarfrestur vegna svokallaðra brúarverkefna er til 8. okt. n.k. en þau eru hugsuð til undirbúnings aðalverkefna á áætlunartímabilinu 2021-2027. Megin innntak þeirra er skilgreining viðfangsefnis/áskorunar, samstarfsaðila og haghafa eftir atvikum. Verkefnistíminn er að hámarki 6 mán.
Lesa meira
Byggðaráðstefnan 2021 – „Menntun án staðsetningar?“
24 september, 2021
Byggðaráðstefnan 2021 verður haldin dagana 26. og 27. október n.k. á Hótel Kötlu í Mýrdal. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Menntun án staðsetningar?“ og að henni standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Háskólafélag Suðurlands og Mýrdalshreppur.
Lesa meira
Greinargerð sóknaráætlana landshluta fyrir árið 2020 komin út
22 september, 2021
Í greinargerðinni má finna tölur um þá fjármuni sem veitt er til sóknaráætlana landshluta og hvernig þeim er ráðstafað. Einnig er yfirlit yfir ýmsa þætti eins og áhersluverkefni landshlutanna og þau málefni sem styrkt eru úr uppbyggingarsjóðum landshlutanna.
Lesa meira
Úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála
22 september, 2021
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst og fjarskiptastofnunar nr. 16/2020 um tilkynningu Íslandspósts ohf. um breytingar á gjaldskrá vegna magnpósts frá 30. desember 2020.
Lesa meira
Lokaráðstefna NPA verkefnisins HANDIHEAT
21 september, 2021
Athygli er vakin á lokaráðstefnu NPA verkefnisins HANDIHEAT sem Austurbrú er þátttakandi í. Ráðstefnan fer fram næstkomandi miðvikudag, 22. september milli kl. 8.00 og 12.00 og er hún rafræn.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember