Fara í efni  

Fréttir

Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna
Mynd af vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni er úthluta 36 milljónum króna til sjö verkefna á sviði almenningssamgangna fyrir árin 2021-2022. Markmið með framlögunum er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna um land allt. Alls bárust níu umsóknir og var sótt um samtals kr. 76.956.293,- og heildarkostnaður verkefna var kr. 149.968.433,-

Verkefnin sjö er hljóta styrk eru eftirfarandi:

Snæfellsnes – samþætting skóla- og tómstundaaksturs. Umsækjandi SSV. Gerð var fýsileikakönnun árið 2020 og nú liggja fyrir tillögur um samræmt leiðakerfi á Snæfellsnesi. Unnið verður úr þeim tillögum og sú rétta valin. Tilgangurinn er að efla samgöngur á Snæfellsnesi. Styrkur kr. 2.000.000,-.

Úttekt á aðgengi biðstöðva á landsbyggðinni. Umsækjandi Öryrkjabandalag Íslands. Framkvæma heildstætt mat á ástandi stoppistöðva Strætó á landsbyggðinni og SVaust og setja fram tillögur að úrbókum. Styrkur kr. 2.000.000,-

Samfélagsleg nýsköpun. Samlegð farþega- og póstflutninga á Norðausturlandi. Umsækjandi SSNE. Búið er að gera þarfagreiningu og eiga samræður við hagaðila. Nú þarf að vinna frekari greiningu – á hindrunum, á umhverfi og finna hagkvæmari lausnir. Fyrirmyndir verða sóttar til annarra landa. Styrkur kr. 3.800.000,-.

Loftbrúin – hvernig reynist hún? Umsækjandi Austurbrú ses. Loftbrúin hófst fyrir ári síðan. Þetta verkefni snýst um viðhorfskönnun meðal notenda þjónustunnar og meta notagildi og hlutverk út frá henni. Styrkur kr. 7.000.000,-.

Borgarfjörður, samþætt leiðakerfi. Umsækjandi SSV. Hefja á tilraunaverkefni sem tryggir að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð geti nýtt ferðir skólabíla til að sækja vinnu eða þjónustu. Styrkur kr. 12.000.000,- sem deilist á tvö ár.

Nýtt kerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð. Umsækjandi Fjarðabyggð. Nýtt leiðakerfi almenningssamgangna tók gildi 1.sept. sl., en verkefnið er 16 mánaða tilraunaverkefni og hugsað til þess að gera Fjarðabyggð að einu atvinnu- og skólasóknarsvæði. Styrkur kr. 8.000.000,-

Heilsueflandi almenningssamgöngur í Langanesbyggð. Umsækjandi Langanesbyggð. Ætlunin er að koma á almenningssamgöngum milli Bakkafjarðar og Þórshafnar og með því tvinna saman heildræna lýðheilsustefnu og notendamiðaðan frístunda- og tómstundaakstur. Byggð við Bakkaflóa hefur átt undir högg að sækja og verkefnið er liður í átaki gegn þeirri þróun. Styrkur kr. 1.200.000,-.

Í valnefndinni sitja þau  Elín Gróa Karlsdóttir, Ferðamálastofu, Magnús Karel Hannesson, fv. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Með valnefnd störfuðu Árni Freyr Stefánsson og Gauti Daðason, sérfræðingar í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur, þróunarsviði Byggðastofnunar. Skipun valnefndar og mat umsókna voru í samræmi við reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.

Aðgerð A10 í stefnumótandi byggðaáætlun:


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389