Fréttir
Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni er úthluta 36 milljónum króna til sjö verkefna á sviði almenningssamgangna fyrir árin 2021-2022. Markmið með framlögunum er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna um land allt. Alls bárust níu umsóknir og var sótt um samtals kr. 76.956.293,- og heildarkostnaður verkefna var kr. 149.968.433,-
Verkefnin sjö er hljóta styrk eru eftirfarandi:
Snæfellsnes – samþætting skóla- og tómstundaaksturs. Umsækjandi SSV. Gerð var fýsileikakönnun árið 2020 og nú liggja fyrir tillögur um samræmt leiðakerfi á Snæfellsnesi. Unnið verður úr þeim tillögum og sú rétta valin. Tilgangurinn er að efla samgöngur á Snæfellsnesi. Styrkur kr. 2.000.000,-.
Úttekt á aðgengi biðstöðva á landsbyggðinni. Umsækjandi Öryrkjabandalag Íslands. Framkvæma heildstætt mat á ástandi stoppistöðva Strætó á landsbyggðinni og SVaust og setja fram tillögur að úrbókum. Styrkur kr. 2.000.000,-
Samfélagsleg nýsköpun. Samlegð farþega- og póstflutninga á Norðausturlandi. Umsækjandi SSNE. Búið er að gera þarfagreiningu og eiga samræður við hagaðila. Nú þarf að vinna frekari greiningu – á hindrunum, á umhverfi og finna hagkvæmari lausnir. Fyrirmyndir verða sóttar til annarra landa. Styrkur kr. 3.800.000,-.
Loftbrúin – hvernig reynist hún? Umsækjandi Austurbrú ses. Loftbrúin hófst fyrir ári síðan. Þetta verkefni snýst um viðhorfskönnun meðal notenda þjónustunnar og meta notagildi og hlutverk út frá henni. Styrkur kr. 7.000.000,-.
Borgarfjörður, samþætt leiðakerfi. Umsækjandi SSV. Hefja á tilraunaverkefni sem tryggir að íbúar dreifbýlis í Borgarbyggð geti nýtt ferðir skólabíla til að sækja vinnu eða þjónustu. Styrkur kr. 12.000.000,- sem deilist á tvö ár.
Nýtt kerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð. Umsækjandi Fjarðabyggð. Nýtt leiðakerfi almenningssamgangna tók gildi 1.sept. sl., en verkefnið er 16 mánaða tilraunaverkefni og hugsað til þess að gera Fjarðabyggð að einu atvinnu- og skólasóknarsvæði. Styrkur kr. 8.000.000,-
Heilsueflandi almenningssamgöngur í Langanesbyggð. Umsækjandi Langanesbyggð. Ætlunin er að koma á almenningssamgöngum milli Bakkafjarðar og Þórshafnar og með því tvinna saman heildræna lýðheilsustefnu og notendamiðaðan frístunda- og tómstundaakstur. Byggð við Bakkaflóa hefur átt undir högg að sækja og verkefnið er liður í átaki gegn þeirri þróun. Styrkur kr. 1.200.000,-.
Í valnefndinni sitja þau Elín Gróa Karlsdóttir, Ferðamálastofu, Magnús Karel Hannesson, fv. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Með valnefnd störfuðu Árni Freyr Stefánsson og Gauti Daðason, sérfræðingar í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur, þróunarsviði Byggðastofnunar. Skipun valnefndar og mat umsókna voru í samræmi við reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember