Fara í efni  

Fréttir

Vinnusóknarsvæði þéttbýlisstaða

Við mat á aðstæðum byggðanna geta landshlutar og sveitarfélög verið viðsjál viðmiðunarsvæði. Skerðing þorkaflaheimilda getur t.d. verið stórmál í sjávarþorpi þó störfin þar séu svo lítill hluti af öllum störfum landshlutans eða sveitarfélagsins að alvara málsins komi ekki fram á þeim grunni. 

Byggðastofnun hefur viljað greina daglegar vinnusóknir á landinu sem í mörgum tilvikum geta verið nauðsynleg viðmiðunarsvæði og fékk atvinnuþróunarfélögin átta á landinu til samstarfs um þetta verk. Þau hafa að undanförnu, hvert á sínu starfssvæði, greint vinnusóknarsvæði þéttbýlisstaða sem afmarkast af vegalengdinni sem fólk ferðast á hverjum degi milli heimilis og vinnustaðar. Greiningin hefur byggst á þekkingu á svæðum og fyrirtækjum sem starfsmenn atvinnuþróunarfélaganna búa yfir og samstarfi þeirra við fyrirtækin. Þetta verk er þó margslungið og mörk vinnusóknarsvæða eru sum flókin, sum skarast nokkuð, önnur mikið en sum svæði liggja langt frá öðrum vinnusóknarsvæðum þéttbýlisstaða. Vegna þess hvernig að verkinu var staðið er höfuðborgarsvæðið ekki greint sem sérstakt vinnusóknarsvæði. Til þess þarf aðra aðferð. Hins vegar skarast vinnusóknarsvæði norðan, austan og sunnan við höfuðborgarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu, þannig að nærtækt er að álykta að vinnusóknarsvæði höfuðborgarsvæðisins nái suður og vestur yfir Suðurnes, austur fyrir Selfoss og norður að Borgarnesi.

Á yfirlitskortinu eru upplýsingar um vinnusóknarsvæði settar fram á einfaldaðan hátt. Í grófum dráttum er miðað við þéttbýlisstaði með 200 íbúa og fleiri og svæði sem skarast eru sum sameinuð. Á kortinu eru þannig sýnd 29 vinnusóknarsvæði þéttbýlisstaða. Íbúar sumra þessara þéttbýlisstaða, t.d. Breiðdalsvíkur (nr. 21) og Kirkjubæjarklausturs (nr. 24), eru færri en 130 en sumir þéttbýlisstaðir með 1500 til 2.500 íbúa ekki greindir með sérstök vinnusóknarsvæði s.s. Þorlákshöfn og Hveragerði því þau teljast samfallandi og innan vinnusóknarsvæðis Selfoss. Svæðin eru tölusett á uppdrætti og þeim lýst aðeins nánar hér á eftir. Ætlunin er að atvinnuþróunarfélögin og Byggðastofnun ræði framhaldið, hvort þessi svæðaskipting lýsi viðfangssvæðum eða skilvirkum svæðum og hvort ástæða sé til að miða upplýsingaöflun og aðgerðir við þau að einhverju leyti.

Kortið er enn í mótun, uppfærist hér eftir aðstæðum og eftirsóknarvert að fá athugasemdir sendar arni@byggdastofnun.is

Kortið má nálgast hér.

Nánar um svæðin.



Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389