Fréttir
Vilborg Arnarsdóttir frá Súðavík hlaut Landstólpann 2015
Vilborg Arnarsdóttir frá Súðavík hlaut Landstólpann, samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn var í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag. Viðurkenningin var veitt Vilborgu vegna þess mikla starfs sem hún hefur lagt í gerð Raggagarðs, fjölskyldugarðs í Súðavík.
Landstólpanum er ætlað að vekja athygli á því góða og fjölbreytta starfi sem fer fram víða um land og jafnframt vekja jákvæða athygli á starfi Byggðastofnunar.
Tilnefna má einstakling, fyrirtæki, eða verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga. Viðkomandi skal hafa vakið jákvæða athygli með t.d. tilteknu verkefni eða starfsemi, umfjöllun eða öðru og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. Viðurkenningin er hvatning, ætlað að efla skapandi hugsun og bjartsýni.
Landstólpinn var fyrst afhentur árið 2011 og hlaut Jón Jónsson þjóðfræðingur og menningarfrömuður á Ströndum hann það ár. Árið 2012 var viðurkenningin veitt Örlygi Kristfinnssyni frumkvöðli í menningarferðaþjónustu og safnastarfi á Siglufirði. Þórður Tómasson safnvörður og fræðimaður á Skógum undir Eyjafjöllum hlaut Landstólpann árið 2013 og árið 2014 fyrirtækið Norðursigling á Húsavík.
Viðurkenningin er listmunur og að þessu sinni er Þórhildur Kristjánsdóttir glerlistakona frá Þóa Art í Reykjavík höfundur verksins.
Alls voru 11 aðilar tilnefndir og varð niðurstaða dómnefndar sú að veita Vilborgu Arnarsdóttur frá Súðavík Landstólpann 2015.
Gerð Raggagarðs, Fjölskyldugarðs Vestfjarða í Súðavík, hófst árið 2003. Garðurinn og hönnun hans er hugmynd Vilborgar. Henni tókst að fá fólk, félög og fyrirtæki í lið með sér. Öll vinna við garðinn er unnin í sjálfboðavinnu af íbúum Súðavíkur og jafnvel sumargestum, á „vinnudögum Raggagarðs“ sem Vilborg skipuleggur. Einnig hafa félög og fyrirtæki lagt hönd á plóg ásamt sjálfboðaliðum víða að. Vilborgu hefur tekist að afla styrkja til garðsins víða af landinu og jafnvel utanlands. Hróður garðsins hefur borist víða, hann er mikið notaður af fjölskyldufólki og fær heimsóknir frá leikskólum og skólum nágrannabyggðarlaganna. Í sumar verður garðurinn 10 ára og ver Vilborg öllum frístundum í að skipuleggja afmælishátíðina.
Markmiðið með gerð Raggagarðs er m.a. að og efla útiveru og hreyfingu og um leið stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna og útiveru barna. Að halda áfram uppbyggingu Súðavíkur sem ferðamannabæjar og efla afþreyingu fyrir ferðamenn á svæðinu. Leiktækin eru ætluð fyrir alla aldurshópa. Það kostar ekkert að dvelja í garðinum annað en að skrifa nafn sitt í gestabók. Síðustu sumur hafa 3000 til 5000 gestir sótt garðinn heim. Fjallað hefur verið um hann í blöðum og sjónvarpi. Súðvíkingar hafa að mestu séð um vinnu við garðinn, en fyrirtæki, félög hópar, sjóðir, einstaklingar hafa styrkt hann, alls 122 styrktaraðilar. Garðurinn er sjálfseignastofnun og stjórn hans er skipuð heimamönnum.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember