Fara í efni  

Fréttir

Verzlunarfjelag Árneshrepps opnar verslun í Norðurfirði

Mánudaginn 24. júní var formlega opnuð verslun í Norðurfirði í Árneshreppi að viðstöddu fjölmenni í blíðskapar veðri. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra opnaði verslunina og afhjúpaði nýtt skilti með merki félagsins og gestum var boðið til kaffiveislu.

Rekstri verslunar var hætt á seinni hluta síðasta árs og því engin verslun í Árneshreppi síðastliðinn vetur. Heimamenn tóku sig til og stofnuðu nýtt félag, Verzlunarfjelag Árneshrepps og fengu mjög jákvæð viðbrögð heimamanna og annarra velunnara Árneshrepps varðandi þátttöku í félaginu. Skúli Gautason verkefnisstjóri í verkefninu Áfram Árneshreppur aðstoðaði stjórnina við stofnun félagsins og undirbúning að verslunarrekstri en formaður stjórnar er Arinbjörn Bernharðsson. Verkefnið Áfram Árneshreppur hefur stutt við verslunarrekstur í sveitarfélaginu og þá úthlutaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra styrk í desember 2018 til verslunarreksturs í Árneshreppi á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.

Árný Björk Björnsdóttir frá Melum í Trékyllisvík hefur verð fengin til að sjá um reksturinn í sumar. Það var vel við hæfi að ráðherra var einn af fyrstu viðskiptavinunum sem Árný Björk afgreiddi.

Myndirnar með fréttinni tók Kristján Þ. Halldórsson, Byggðastofnun. 

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389