Fara í efni  

Fréttir

Verslun í heimabyggð – greining á sóknarfærum dreifbýlisverslana

Verslun í heimabyggð – greining á sóknarfærum dreifbýlisverslana
Emil B. Karlsson

Verslanir í litlum byggðalögum á Íslandi eru til umfjöllunar í nýrri rannsóknaskýrslu. Lýst er vanda þessara verslana, sem meðal annars felst í óhagstæðum innkaupum, háum flutningskostnaði og áhættu þeirra einstaklinga sem reka þessar verslanir. Einnig eru lagðar fram tillögur að skilvirkum aðgerðum sem ætlað er að styðja þessar verslanir til lengri tíma litið.

Dreifbýlisverslanir um allt land gegna veigamiklu hlutverki í að viðhalda byggð á fámennum svæðum, bæði með því að íbúar geti keypt nauðsynjar og ekki síður sem samfélagsmiðstöðvar. Um leið eiga þessar verslanir erfitt með að lifa af vegna fárra viðskiptavina og erfiðra ytri skilyrða.

Tilgangur rannsóknarinnar er að finna leiðir til að eigendur þessara verslana geti snúið vörn í sókn, bæði með skilvirkum stuðningsaðgerðum stjórnvalda og með því að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn.

Höfundur skýrslunnar er Emil B. Karlsson fyrrum forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar. Byggðarannsóknasjóður styrkti rannsóknina.

Skýrsluna má nálgast hér.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389