Fréttir
Verslun í dreifbýli
Út er komin lokaskýrsla verkefnisins Verslun í dreifbýli sem var þriggja ára samstarfsverkefni um málefni dreifbýlisverslana sjö þjóða á norðurslóðum, Íslands, Finnlands, Noregs, Færeyja, Norður – Írlands, Írlands og Skotlands.
Tilgangurinn með verkefninu var að renna styrkari stoðum undir rekstur dreifbýlisverslana og finna lausnir sem henta hverri verslun meðal annars með því að greina hverjir séu bestu valkostirnir til að auka arðsemi verslana í dreifbýli, auka gæði og fjölga þjónustuþáttum í dreifbýlisverslun. Heildarmarkmiðið er að bæta þjónustu og búsetugæði í litlum samfélögum með því að stuðla að því að dreifbýlisverslanir geti lifað, þróast og dafnað.
Þátttakendur af Íslands hálfu voru; Rannsóknarsetur verslunarinnar við háskólann á Bifröst, Byggðastofnun, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, SSNV – Atvinnuþróun, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Verkefnið var styrkt af Norðurslóðaáætlun ESB (NPP) og Norræna Atlantshafssamstarfinu (NORA).
Helsta niðurstaða af verkefninu er að til varð þjónusta sem hægt er að veita verslunareigendum dreifbýlisverslana til að efla þekkingu þeirra og hæfni og auka þannig þjónustu við íbúa í dreifbýli. Í tengslum við þetta verkefni mynduðust mörg tengslanet. Til varð fjölþjóðlegt öflugt og þétt tengslanet allra þeirra sem stóðu að verkefninu, atvinnuráðgjafa frá löndunum og verslunareigenda. Að auki mynduðust tengsl á milli verslunareigenda yfir landamæri sem fengu þarna tækifæri til að hittast og skiptast á hugmyndum.
Helstu niðurstöður verkefnisins eru:
- Hröð þróun hefur verið í upplýsingatækni í verslunum en samt sem áður hafa verslanir ekki nýtt sér vefinn nægjanlega til að auglýsa og selja yfir netið.
- Sterkt samband viðskiptavina og verslunarinnar er sameiginlegur styrkur dreifbýlisverslana. Verslunareigendum er umhugað um viðskiptavininn og hans þarfir.
- Þörf er á að auka vöruúrval og þjónustu. Mikilvægt er að leggja áherslu á vörur framleiddar í héraði.
- Jákvæð tengsl á milli ferðaþjónustu og verslunar eru augljós á mörgum stöðum.
- Mismunandi svæði hafa mismunandi styrkleika.
- Dreifbýlisverslanir eiga það allar sameiginlegt að veikleiki þeirra er takmarkaður fjárhagslegur styrkur og mannauður.
- Há vöruverð og veik samkeppnisstaða við lágt vöruverð er veikleiki (og hluti af ímynd dreifbýlisverslana)
- Flutningskostnaður og tíðni flutninga er veikleiki á mörgum svæðum (Finnlandi og Íslandi) en ekki alls staðar (Norður Írland og Írland).
- Fækkun íbúa og breyting á aldurssamsetningu íbúa (hækkun aldurs íbúanna) eru mikilvægir þættir sem hafa verður í huga í Finnlandi og á Íslandi.
- Helstu ógnanir við dreifbýlisverslanir: Fjölgun stóru lágvöruverðsverslananna.
- Staðbundinn stuðningur og fjármögnunartækifæri verslana í dreifbýli er takmarkaður, sérstaklega hvað varðar vöxt og uppbyggingu.
- Þörf er á stefnumörkun stjórnvalda til að styðja við verslun í dreifbýli
- Þörf er á að verslunareigendur hugi að því að breytingar í ytra umhverfi geti haft mikil áhrif á reksturinn og skipuleggi rekstur sinn með það í huga.
Í nóvember á síðasta ári var haldin fjölþjóðleg ráðstefna á Húsavík um úrræði til að efla litlar landsbyggðaverslanir. Erindi frá ráðstefnunni má sjá hérna. Bendum sérstaklega á framlag Íslands á þessari ráðstefnu, mynd sem gerð var í tengslum við verkefnið um verslunina Hlíðarkaup á Sauðárkróki. Myndin var unnin af Kvikmyndafélaginu Skottu ehf.
Hér má sjá myndbandið
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins.
Lokaskýrsluna á ensku má nálgast hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember