Fara í efni  

Fréttir

Verkefnið INTERFACE hlýtur styrk frá Erasmus+

Menntahluti Erasmus+ áætlunar Evrópusambandsins veitti nýverið styrki til fjölþjóðlegra samstarfsverkefna og mun Byggðastofnun leiða eitt þeirra. Verkefnið nefnist Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe og hefur fengið skammstöfunina INTERFACE. Nafnið má þýða sem Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu. Styrkfjárhæð nemur rúmum 246 þúsund evrum og verkefnið er til tveggja ára. Gengið var frá samningum við styrkhafa sl. miðvikudag, 30. ágúst, samhliða námskeiði sem haldið var fyrir verkefnisstjóra. Alls var úthlutað styrkjum til 34 verkefna að heildarfjárhæð 2,6 milljónir evra, eða um 324 mkr. 

Segja má að INTERFACE verkefnið taki útgangspunkt í tveimur verkefnum, annars vegar verkefni Byggðastofnunar, Brothættum byggðum og hins vegar verkefninu FIERE (http://www.fiereproject.com/ ) í Grundtvig (nú ERASMUS+) áætlun Evrópusambandsins. Markmið INTERFACE-verkefnisins er að styðja við brothættar byggðir í þátttökulöndunum, sem eiga það sameiginlegt að hafa átt undir högg að sækja efnahagslega og félagslega.  Það verður gert með því að útbúa kennsluefni, þjálfa leiðbeinendur til starfa í brothættum byggðarlögum og halda námskeið.

Þátttakendur koma frá fimm löndum, Grikklandi, Ítalíu, Búlgaríu og Írlandi, auk Íslands. Auk Byggðastofnunar tekur Háskólinn á Bifröst þátt í verkefninu af hálfu Íslands.

Upphafsfundur verkefnisins verður haldinn í Nafpaktos í Grikklandi í næstu viku.

Styrkþegar og starfsmenn samankomnir á þaki Borgartúns 30 þar sem Rannís er til húsa. Kristján Þ. Halldórsson verkefnisstjóri stendur í aftari röð fyrir miðri mynd, en fyrir framan hann er Sigríður K. Þorgrímsdóttir einnig frá Byggðastofnun.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389