Fréttir
Vel sóttur íbúafundur á Bakkafirði
Vel sóttur íbúafundur var haldinn á Bakkafirði sl. miðvikudag, 8. sept. undir merkjum verkefnisins Betri Bakkafjörður. Blíðskaparveður var þennan dag og haustlitirnir byrjaðir að lita umhverfið. Í upphafi fundar var fundargestum boðið upp á dýrindis súpu á veitingastaðnum að Hafnartanga 4 sem framreidd var af vertunum, þeim Sædísi og Þóri Erni. Eftir að súpunni höfðu verið gerð góð skil gengu fundargestir ásamt verkefnisstjórn að skólahúsnæðinu/ferðaþjónustunni að Skólagötu 5 þar sem fundurinn hófst skv. boðaðri dagskrá.
Kristján Þ. Halldórsson formaður verkefnisstjórnar hóf fundinn á því að bjóða gesti velkomna og þakkaði fyrir þann áhuga sem íbúar byggðarlagsins sýndu með því að fjölmenna á fundinn. Því næst tók Gunnar Már Gunnarsson verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar við fundarstjórn og kynnti dagskrá fundarins. Sveitarstjóri, Jónas Egilsson, ávarpaði fundargesti, þakkaði einnig góða mætingu og lagði áherslu á mikilvægi þess að slíkur fundur væri haldinn til að samtal ætti sér stað á meðal íbúa og fulltrúa sveitarfélags um málefni byggðarlagsins. Því næst fór Gunnar Már yfir stöðu verkefnisins í heild. Þá tóku til máls þrír styrkhafar úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar sem sögðu frá verkefnum sem þeir hafa unnið að á undanförnum misserum og framvindu þeirra. Það var einkar hvetjandi að hlýða á þeirra erindi sem báru vitni um að mikill hugur er í íbúum byggðarlagsins.
Við tóku umræður íbúa um þau fjögur meginmarkmið sem verkefnið Betri Bakkafjörður hverfist um. Fundargestum var skipt upp í tvo hópa sem hvor um sig fékk það verkefni að ræða um tvö meginmarkmið verkefnisins og starfsmarkmið sem undir þau falla. Miklar og líflegar umræður sköpuðust og nýjar hugmyndir að leiðum að markmiðum litu dagsins ljós. Allar hugmyndir og tillögur að breytingum á starfsmarkmiðum undir hverju meginmarkmiði voru skráðar og hefur verkefnisstjóri í samráði við íbúa og verkefnisstjórn því hlutverki að gegna að koma þeim í réttan farveg.
Rebekka K. Garðarsdóttir fulltrúi í verkefnisstjórn og starfsmaður hjá SSNE hvatti íbúa til að nýta sér ráðgjöf hennar og Gunnars Más vegna undirbúningsvinnu við gerð umsókna bæði í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar svo og í stærri sjóði s.s., Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra.
Undir lok fundarins rakti Kristján Þ. Halldórsson aðdraganda að gerð samfélagssáttmála á milli íbúa á Bakkafirði, Langanesbyggðar og ríkisins um málefni byggðarinnar við Bakkaflóa. Jónas Egilsson sveitarstjóri greindi í kjölfarið frá vinnu að samfélagssáttmálanum sem staðið hefur yfir undanfarið í samvinnu við hverfisráð Bakkafjarðar. Sáttmálinn liggur nú fyrir í drögum og hvatti Jónas íbúa til að kynna sér drögin og koma með ábendingar. Gert er ráð fyrir að lokið verði við gerð sáttmálans á næstu vikum. Í lok fundarins fóru fram almennar umræður.
Það vakti athygli gesta að unnið er að endurbótum á húsum sem höfðu látið á sjá, m.a. með samningum við Orkustofnun um orkusparandi endurbætur á húsnæði í tengslum við verkefnið Betri Bakkafjörð. Þessar aðgerðir ásamt vel heppnuðu verkefni á Hafnartanganum bæta ásýnd staðarins til muna. Enda kom glögglega fram á fundinum að íbúum er mjög annt um umhverfismál og ásýnd byggðarinnar.
Myndir sem fylgja fréttinni tók Kristján Þ. Halldórsson.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember