Fréttir
Vefráðstefna um tengsl jafnréttis og byggðaþróunar 25.mars n.k.
Norræna upplýsingasetrið um kynjafræði (NIKK) og Norræna rannsóknarstofnunin um byggðaþróun (Nordregio), standa fyrir opinni vefráðstefnu fimmtudaginn 25. mars kl. 12:00-13:45 um tengslin milli jafnréttis og svæðisbundinnar þróunar. Á ráðstefnunni, sem ber yfirskriftina Jafnrétti – lykillinn að hagsæld dreifbýlisins, verður farið yfir það sem læra megi af rannsóknum og forvirkum stefnum (e. proactive policies) á þessu sviði, sérfræðingum í byggðaþróun og frumkvöðlum frá einangruðustu stöðum Norðurlandanna.
Um ráðstefnuna segir að íbúasamsetning á Norðurlöndunum breytist hratt. Öldrun, fólksflutningar og þéttbýlismyndun skapi áskoranir hvort tveggja fyrir vinnumarkaðinn og velferðarkerfið, sérstaklega í dreifbýli fjarri stærri þjónustukjörnum. Yfirstandandi heimsfaraldur hafi verið sem olía á eldinn og viðbrögð við faraldrinum mismunandi milli ríkja og landsvæða.
Tvær nýjar skýrslur benda á mikilvægi þess að hafa kynjasjónarmið með í svæðisbundinni stefnumótun og áætlanagerð, sérstaklega á afskekktum svæðum. Því væri það viðfangsefni ráðstefnunnar og sérfræðinga á þessum vettvangi að kanna hvort dreifbýlið gæti verið brautryðjandi í að brjóta upp staðalímyndir kynjanna með því að móta jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs fyrir ungar fjölskyldur og frumkvöðla.
Skýrslurnar tvær
- Sjónarmið um svæðisbundnar áskoranir, byggðaþróun og lýðfræðilega þróun í norrænu samhengi: þekkingarsjónarmið (Genusperspektiv på regionala utmaningar, regionalpolitik och demografisk utveckling i en nordisk kontext: en kunskapsutsikt)
- Jafnrétti á einangruðum vinnumörkuðum (Equality in Isolated Labour Markets)
Skráning á vefráðstefnuna
Frétt tekin af vef Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember