Fréttir
Vantar húsnæði, rafmagn og netþjónustu - Skilaboð íbúaþings í Skaftárhreppi
Í Skaftárhreppi eru miklir möguleikar til að styrkja enn frekar helstu atvinnugreinarnar á svæðinu, ferðaþjónustu og landbúnað. Efling ferðaþjónustu veltur á lengingu ferðamannatímans og í landbúnaði eru margvísleg tækifæri í fullvinnslu og markaðssetningu afurða. Skortur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði hamlar hins vegar uppbyggingu og Skaftárhreppur er á köldu svæði og húshitunarkostnaður því hár. Jafnframt þarf að bæta fjarskipti, rafmagn og vegi. Mikilvægt er að íbúar sjálfir hafi trú á sér og samfélaginu og rækti með sér jákvæðni, samhygð og samvinnu.
Þetta voru helstu skilaboð íbúaþings sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri, helgina 19. – 20. október, síðastliðinn. Þingið var hluti af verkefninu „Brothættar byggðir“, á vegum Byggðastofnunar, í samstarfi við Skaftárhrepp, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Háskólann á Akureyri.
Ferðaþjónusta er sívaxandi en þar er mikill „tekjuleki“ þar sem megnið af starfsmönnum eru búsettir utan sveitarfélagsins. Möguleikar felast í sérstöðu svæðisins, náttúru, menningu og sögu. Rætt var um gjaldtöku, aga og gæði í atvinnugreininni, að nýta kirkjur og bjóða upp á lifandi leiðsögn. Heimamenn binda vonir við enn frekari lengingu ferðamannatímans og fjölgun heilsársstarfa.
Fundarmenn lýstu áhyggjum sínum af lítilli nýliðun í landbúnaði á sama tíma og tækifærin blasa við í atvinnugreininni. Í tengslum við umræðu um landbúnað var meðal annars rætt um kornrækt, skógrækt, skjólbelti og mótvægisaðgerðir vegna landbrots.
Aukið framboð á húsnæði; atvinnuhúsnæði, leiguíbúðum og „verbúðum“, gæti gefið mikla innspýtingu í byggðaþróun í Skaftárhreppi. Rætt var um breytta nýtingu á húsnæði grunnskólans.
Þátttakendur voru sammála um að samfélagið á sér margar traustar grunnstoðir, en að verja þurfi þær sem fyrir eru og e.t.v. sameina einhverjar. Fram kom hugmynd um að marka heilsustefnu fyrir sveitarfélagið og rætt var um leiðir til að efla ungmennastarf, til dæmis með auknu samstarfi.
Mikil umræða varð um hvernig leita megi jafnvægis í nýtingu og vernd náttúrunnar og sýndist sitt hverjum, en til varð sameiginleg niðurstaða sem byggir á sýn á sjálfbæra þróun, þar sem þess verði ævinlega gætt að sem allra minnst verði gengið á rétt komandi kynslóða.
Kallað var eftir bættum samgöngum og malbikun tengivega bæði fyrir íbúa og ferðamenn. Staðir utan alfaraleiðar hafa mikið aðdráttarafl, en þá fæla lélegir malarvegir frá. Varðandi rafmagn var rætt um þriggja fasa rafmagn og háan rafmagnskostnað og að nauðsynlegt sé að bæta fjarskipti. Þetta er undirstaða byggðaþróunar, grundvöllur fyrir sókn og síðast en ekki síst mikið öryggisatriði, að mati þátttakenda.
Heimamenn í Skaftárhreppi vilja verja áform um uppbyggingu Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri, sem eru í biðstöðu.
Byggðastofnun vinnur að sambærilegum verkefnum í þremur öðrum byggðarlögum, á Raufarhöfn, Bíldudal og í Breiðdalshreppi. Umsjón með þinginu hafði Ildi, þjónusta og ráðgjöf. Nú mun verkefnisstjórn vinna frekar úr skilaboðum þingsins og marka stefnu um eftirfylgni, sem síðan verður kynnt á fundi með íbúum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember