Fara í efni  

Fréttir

Úthlutun úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs 2025

Nýverið var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs í fjórða sinn. Viðburðurinn var haldinn á vinnustofu Guðrúnar Jóhannsdóttur á Stóra Múla að þessu sinni.

Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð. Til úthlutunar voru 19.250.000 krónur og fengu 30 verkefni styrk. Það er gífurlega ánægjulegt að sjá hve mikil gróska er í Dalabyggð. Verkefnin sem hlutu styrk eru fjölbreytt en eiga það öll sameiginlegt að leggja áherslu á að efla samfélagið í Dölunum á einn eða annan hátt. Verður spennandi að fylgjast með framvindu þeirra allra á næstu mánuðum. 

Á viðburðinum voru haldnar tvær kynningar á verkefnum. Annars vegar kynntu Ingibjörg Jóhannsdóttir og Jóhanna Sigrún Árnadóttir verkefni sem gönguhópurinn Dalamannabrölt stendur fyrir. Hópurinn hefur einsett sér að stika og merkja gönguleiðir í Dölunum og gera þær aðgengilegar fyrir bæði íbúa og gesti. Vinnan er öll í höndum áhugasamra sjálfboðaliða og eru allir áhugasamir hvattir til að taka þátt í þessu átaki.

Katrín Dröfn Guðmundsdóttir sagði síðan frá nýsköpunarverkefni sem ber nafnið Túngarðs-tágar. Tágar eru notaðar í ýmsan varning. Katrín greindi frá því að áhugi hennar á viðfangsefninu kviknaði þegar hún rak sig á það að erfitt var að fá tágar á Íslandi. Ákvað hún þá að fara í framleiðslu á þeim en engin slík er á landinu. Þetta er langtímaverkefni sem taka mun nokkur ár að byggja upp en fyrirhuguð tágaframleiðsla verður í Túngarði á Fellsströnd.

Eftirtaldin verkefni hlutu styrk úr
Frumkvæðissjóði DalaAuðs árið 2025:
  • Davíðsmót
    Guðmundur Gunnarsson
    50.000 kr.
  • Músík bingó
    Sælukotið Árblik
    50.000 kr.
  • Prjónakaffi
    Guðrún Elísabet Jóhannsdóttir
    130.000 kr.
  • Jólamarkaður
    Sælukotið Árblik
    145.000 kr.
  • List í Stóra-Vatnshornskirkju
    Sóknarnefnd Stóra-Vatnshornskirkju
    175.000 kr.
  • Íslensku jólasveinarnir eru úr Dölunum – afhjúpun
    Kruss menningarsmiðja ehf
    200.000 kr.
  • Er líða fer að jólum 2025.
    Alexandra Rut Jónsdóttir
    300.000 kr
  • Dala Stúlka
    Jasa Baka
    300.000 kr
  • Geitafiða – afurð úr Dölunum
    Guðrún Elísabet Jóhannsdóttir og Halla Sigríður Hrefnu Steinólfsdóttir
    350.000 kr
  • Listviðburðir í Dalíu
    D9 ehf
    400.000 kr
  • Staðarhóll
    Sturlufélagið
    500.000 kr
  • Hrymur – plöntuframleiðsla
    Hólshlíð ehf
    500.000 kr
  • Göngustígar, merkingar og áningarstaðir
    Ingibjörg Jóhannsdóttir og Jóhanna Sigrún Árnadóttir
    500.000 kr
  • Heitur reitur, heitur matur – allt sem skáti þarf
    Skátafélagið Stígandi
    500.000 kr
  • Jólasveinasafn
    Guðlaugur S. Sigurgeirsson ehf
    600.000 kr
  • Ásmundarsetur
    Kristján E. Karlsson
    600.000 kr
  • Hátæknirækt
    Skoravík ehf
    700.000 kr
  • Dalverjans lönd – 1. Skyggnst um af Skeggöxl
    Eyþór Ingi Jónsson
    750.000 kr
  • Uppsetning á leikverki og námskeið
    Leikklúbbur Laxdæla
    800.000 kr
  • Dalamey
    Sigurdís Sóley Lýðsdóttir
    900.000 kr
  • Kortlagning á óáþreifanlegum menningararfi í Dölunum
    Glimrandi ehf
    900.000 kr
  • Sögukort Dalanna. Vefur, kort, skilti.
    Rain Adriann Mason
    900.000 kr
  • Dagverðarneskirkja – áfangastaður utan alfararleiðar
    Bára Sigurðardóttir
    1.000.000 kr
  • Dalahvítlaukur
    Svarthamar Vestur ehf.
    1.000.000 kr
  • Aðgengi skóga í Dalabyggð
    Skógræktarfélag Dalasýslu
    1.000.000 kr
  • Endurspeglun
    Kruss menningarsmiðja
    1.000.000 kr
  • Túngarðs-tágar
    Katrín Dröfn Guðmundsdóttir
    1.000.000 kr
  • Grafarlaug – hitastýring og öryggi
    Hollvinahópur Grafarlaugar
    1.300.000 kr
  • Ræktun í Bokashi jarðvegi
    Anna Berglind Halldórsdóttir og Ólafur Bragi Halldórsson
    1.300.000 kr
  • Ullarverslun og vefverslun
    Rauðbarði ehf
    1.400.000 kr

Frétt og myndir af vef Dalabyggðar, www.dalir.is 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389