Fara í efni  

Fréttir

Úthlutun NPP í maí 2005

Þann 27. maí  2005 fundaði verkefnisstjórn NPP um 6 umsóknir sem borist höfðu um ný verkefni. Samþykkt voru 5 ný verkefni og er Ísland þátttakandi í 4 þeirra.  Eftirfarandi verkefni voru samþykkt: Savety at Sea – Northern periphery Ambulance Transport & Services in Rural Areas - Atsruar SCRI on Action Spatial North 

 

 

Alþjóðlegt samstarf á sviði byggðamála

Fjögur ný verkefni innan Norðurslóðaáætlunarinnar (NPP) með íslenskri þátttöku

 

 

Vorið 2002 gerðust Íslendingar aðilar að Norðurslóðaáætlun ESB NPP (Northern Periphery Programme). Áætlunin nær til  norðlægra svæða í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi, en einnig til Grænlands, Færeyja og Íslands. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að eflingu atvinnu- og efnahagslífs svæða og byggða með svipaðar aðstæður, með samstarfsverkefnum yfir landamæri á milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana í þessum landshlutum. Reynt er að koma í veg fyrir að landamæri þjóðríkja sé hindrun í samstarfi og framþróun byggða og atvinnulífs með það að markmiði  að tækifæri og styrkleikar svæðanna fái notið sín sem best. Verkefnin innan NPP skapa mikilvæg tengsl og þekkingu sem byggja á alþjóðlegri samvinnu og framtaki.

 

Áætlunin er rekin á svipuðum forsendum og rannsóknaráætlanir innan EES-samningsins, þar sem  umsóknir keppa í gæðum um það fjármagn sem til ráðstöfunar er. Með aukinni alþjóðavæðingu er sífellt mikilvægara að vinna að alþjóðlegum verkefnum til að auka samkeppnishæfni byggða og atvinnulífs. Framlag íslenskra stjórnvalda til áætlunarinnar eru 25 milljónir á ári til ársins 2006. Heildarfjármagn áætlunarinnar er um 5 milljarðar íslenskra króna fyrir árin 2001–2006.  Einstök verkefni fá síðan stuðning, eftir mat sérfræðinga frá öllum aðildarlöndunum og er stuðningur háður a.m.k. 40% - 50% mótframlagi umsóknaraðila, þó að hámarki 70.000 Evrur hvað íslensk verkefni varðar.

 

Úthlutun NPP í maí 2005

Þann 27. maí  2005 fundaði verkefnisstjórn NPP um 6 umsóknir sem borist höfðu um ný verkefni. Samþykkt voru 5 ný verkefni og er Ísland þátttakandi í 4 þeirra.  Heildarkostnaður þessara 5 verkefna er 381 milljón króna. NPP styrkir þátttöku í verkefnum aðildarlanda  Evrópusambandsins þ.e. Finnlands, Svíþjóðar og Skotlands um allt að 60% af þeirri fjárhæð á móti umsóknaraðilum, sem eru stofnanir, fyrirtæki, samtök og fleiri.  Vegna mikillar eftirspurnar, góðrar reynslu og mikils fjölda umsókna sem borist hafa og að teknu tilliti til þeirra fjármuna sem til ráðstöfunar eru hefur framlag til íslenskra þátttakenda verið til muna lægra.  Með þeim  verkefnum sem nú hafa verið samþykkt er Ísland þátttakandi í 27 verkefnum á vegum áætlunarinnar sem teljast verður afar góður árangur. Þau verkefni sem voru samþykkt nú eru:

 

·         Savety at Sea – Northern periphery. Verkefnið lítur að öryggismálum á sjó á norðurslóðum og tekur bæði til fiski-  og farþegaskipa. Verkefnið tengist álíka verkefni sem er í gangi innan Norðursjávar-áætlunarinnar og verið er að víkka út til Eystrasaltsins og tengjast þau saman í MSOU (Maritime Safety Umprella Operation).  Íslenskir þátttakendur verkefnisins eru Siglingastofnun, Landhelgisgæslan og Háskóli Íslands. Heildarfjármagn verkefnisins er 2005-7 er um 55,5 milljónir og er íslenska þátttakan í verkefninu 16 %.

 

·         Ambulance Transport & Services in Rural Areas - Atsruar

Markmið verkefnisins er að setja fram tillögur um hvernig best verði staðið að skipulagi sjúkraflutninga í dreifbýli. Verkefnið tengir saman fólk með sérhæfða þekkingu og reynslu tengt sjúkraflutningum og skipulagi þess í fámennum og dreifbýlum svæðum, með það að markmiði að greina skipulagið, þekkingu og hæfni þeirra sem stunda sjúkraflutninga á þessum svæðum. Íslenskir þátttakendur verkefnisins eru FSA Háskólasjúkrahús Akureyri og Sjúkraflutningaskólinn (FSA). Heildarfjármagn verkefnisins 2005-07 er 54,5 milljónir króna og er íslenska þátttakan í verkefninu 29,5 %. Ísland er leader í verkefninu.

 

·         SCRI on Action (Structure for the Commercialation of Rural Innovation in Action). Verkefnið er fram-haldsverkefni þar sem áherslan er á að nýta upplýsingar og tæki sem skilgreind voru í fyrra verkefninu til atvinnuráðgjafar. Íslenski þátttakandi verkefnisins er Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands.  Heildarfjármagn verkefnisins 2005-06 er um 27,8 milljónir króna og er íslenska þátttakan í verkefninu 11,5 %.

 

·         Spatial North  (Spatial Planning in Northern Peripheral Regions ). Spatial Planning & Development er skipulagaðferð sem beitt er innan Evrópubandalagsins til þess að ná fram sameiginlegum viðhorfum, samstöðu og framtíðarsýn. Stefnt er að því að út úr verkefninu komi áherslur fyrir heildaráætlanir og sameiginlegur gagnabanki í rafrænu formi, að hluta á rafrænum kortum sem nýtast mun við áætlanagerð á Íslandi og til samanburðar milli svæða innanlands og í Evrópu. Íslenskir þátttakendur í verkefninu eru Skipulagsstofnun og Byggðastofnun.  Heildarfjármagn verkefnisins 2005-07 er 150,8 milljónir króna og er íslenska þátttakan í verkefninu 14,2 %.

 

NPP heyrir undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið en Byggðastofnun rekur skrifstofu NPP á Íslandi. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Sólmundarson,  thorarinn@byggdastofnun.is  Á heimasíðu Byggðastofnunar má finna nánari upplýsingar   http://www.byggdastofnun.is/ErlentSamstarf/NPP

 

 

Iðnaðarráðuneytið / Byggðastofnun

8. júní,  2005


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389