Fara í efni  

Fréttir

Úthlutun Aflamarks Byggðastofnunar – sértæki byggðakvótinn kjölfesta samfélagsins

Stjórn Byggðastofnunar kom saman til fundar í höfuðstöðvum stofnunarinnar á Sauðárkróki síðastliðinn miðvikudag 25. júní. Verkefni stjórnar á fundinum var m.a. úthlutun sértæks byggðakvóta samkvæmt 10. gr. a. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 sem gengið hefur undir heitinu Aflamark Byggðastofnunar.

Alls barst 21 umsókn um Aflamark Byggðastofnunar sem auglýst var í maí. Í byggðarlögunum Þingeyri, Suðureyri, Drangsnesi, Hólmavík, Hrísey, Borgarfirði eystra, Breiðdalsvík og Djúpavogi barst ein umsókn á hverjum stað. Tvær umsóknir bárust vegna byggðarlaganna Raufarhafnar og Bakkafjarðar, þrjár vegna Tálknafjarðar og sex vegna Grímseyjar.

Á fundinum ákvað stjórn að fela forstjóra að ganga til samninga við umsækjendur um nýtingu Aflamarks Byggðastofnunar á Þingeyri, Suðureyri, Hólmavík, Hrísey, Breiðdalsvík, Raufarhöfn og Djúpavogi en úthlutun var frestað til annarra byggðarlaga vegna frekari gagnaöflunar.

Í nýlegu viðtali við Austurgluggann/Austurfrétt sagði Elís Pétur Elísson, athafna- og útgerðamaður á Breiðdalsvík að sértæki byggðakvótinn – Aflamark Byggðastofnunar – tryggði 25 heilsársstörf sem aftur tryggðu þjónustu og afþreyingu á staðnum. Elís Pétur segir ótvírætt að tilkoma sértæka byggðakvótans hafi átt þátt í að efla byggðina.

“Áþreifanlegasti ávinningurinn af kvótanum er í samfélaginu. Húsnæðisverðið hefur örugglega fimmfaldast á þessum tíma. Fólk er farið að kaupa hús, 3 hafa verið byggð og það er horft til að byggja fleiri. Fólk fjárfestir í fasteignum hér því það sér framtíð í staðnum.”

Hér má lesa viðtalið við Elís Pétur í heild sinni: https://agl.austurfrett.is/p/austurfrett/30-5-2024/r/6/10-11/6507/1473925

Hér má finna fundargerð stjórnar Byggðastofnunar: https://www.byggdastofnun.is/static/files/Fundargerdir/fundargerd-538-25.06.2024


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389