Fréttir
Úthlutun Aflamarks Byggðastofnunar – sértæki byggðakvótinn kjölfesta samfélagsins
Stjórn Byggðastofnunar kom saman til fundar í höfuðstöðvum stofnunarinnar á Sauðárkróki síðastliðinn miðvikudag 25. júní. Verkefni stjórnar á fundinum var m.a. úthlutun sértæks byggðakvóta samkvæmt 10. gr. a. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 sem gengið hefur undir heitinu Aflamark Byggðastofnunar.
Alls barst 21 umsókn um Aflamark Byggðastofnunar sem auglýst var í maí. Í byggðarlögunum Þingeyri, Suðureyri, Drangsnesi, Hólmavík, Hrísey, Borgarfirði eystra, Breiðdalsvík og Djúpavogi barst ein umsókn á hverjum stað. Tvær umsóknir bárust vegna byggðarlaganna Raufarhafnar og Bakkafjarðar, þrjár vegna Tálknafjarðar og sex vegna Grímseyjar.
Á fundinum ákvað stjórn að fela forstjóra að ganga til samninga við umsækjendur um nýtingu Aflamarks Byggðastofnunar á Þingeyri, Suðureyri, Hólmavík, Hrísey, Breiðdalsvík, Raufarhöfn og Djúpavogi en úthlutun var frestað til annarra byggðarlaga vegna frekari gagnaöflunar.
Í nýlegu viðtali við Austurgluggann/Austurfrétt sagði Elís Pétur Elísson, athafna- og útgerðamaður á Breiðdalsvík að sértæki byggðakvótinn – Aflamark Byggðastofnunar – tryggði 25 heilsársstörf sem aftur tryggðu þjónustu og afþreyingu á staðnum. Elís Pétur segir ótvírætt að tilkoma sértæka byggðakvótans hafi átt þátt í að efla byggðina.
“Áþreifanlegasti ávinningurinn af kvótanum er í samfélaginu. Húsnæðisverðið hefur örugglega fimmfaldast á þessum tíma. Fólk er farið að kaupa hús, 3 hafa verið byggð og það er horft til að byggja fleiri. Fólk fjárfestir í fasteignum hér því það sér framtíð í staðnum.”
Hér má lesa viðtalið við Elís Pétur í heild sinni: https://agl.austurfrett.is/p/austurfrett/30-5-2024/r/6/10-11/6507/1473925
Hér má finna fundargerð stjórnar Byggðastofnunar: https://www.byggdastofnun.is/static/files/Fundargerdir/fundargerd-538-25.06.2024
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember