Fara í efni  

Fréttir

Úthlutun aflamarks Byggðastofnunar í Grímsey

Úthlutun aflamarks Byggðastofnunar í Grímsey
Höfnin í Grímsey

Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 20. febrúar sl. úthlutun á allt að 300 þorskígildistonnum af aflamarki Byggðastofnunar í Grímsey vegna fiskveiðiáranna 2024/2025, 2025/2026 og 2026/2027. Úthlutunin byggir á reglugerð nr. 1256/2024 um ráðstöfun og meðferð aflaheimilda án vinnsluskyldu skv. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.

Auglýst var eftir umsóknum þann 25. nóvember sl. Umsóknarfrestur rann út á hádegi 10. desember og bárust samtals fjórtán umsóknir. Tveimur umsóknum var hafnað þar sem þær uppfylltu ekki formsskilyrði reglugerðarinnar. Úthlutunin var framkvæmd með eftirfarandi hætti:

  • Allt að 120 þorskígildistonnum var úthlutað þannig að 10 þorskígildistonn koma í hlut hvers umsækjenda sem stenst ákvæði um heimilisfesti í Grímsey.  Með því að úthluta ákveðnu magni í jöfnum skiptum á alla umsækjendur er komið til móts við minni útgerðir og þar með talið útgerðir sem ekki hafa áður fengið úthlutað aflamarki stofnunarinnar. Þannig er horft til þess að styðja við nýliðun ásamt því að úthlutun til fleiri smábátaútgerða í eynni er til þess fallin að hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf og samfélag. 
  • Allt að 90 þorskígildistonnum var úthlutað hlutfallslega á grundvelli þess hversu vel umsóknir uppfylltu fyrstu sex matsþætti 2. gr. reglugerðarinnar, þ.e.:
    • Trúverðugum áformum um útgerð, vinnslu sjávarafurða eða aðra starfsemi.
    • Fjölda heilsársstarfa sem skapast eða verður viðhaldið.
    • Sem bestri nýtingu þeirra aflaheimilda sem fyrir eru í byggðarlaginu.
    • Öflugri starfsemi til lengri tíma sem dregur sem mest úr óvissu um framtíðina.
    • Jákvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélag.
    • Traustri rekstrarsögu forsvarsmanna umsækjenda.
  • Allt að 90 þorskígildistonnum var úthlutað í hlutfalli við löndun viðkomandi fyrirtækis í Grímsey á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2024 sbr. sjöunda matsþátt 2. gr. reglugerðarinnar.
  • Enginn umsækjenda fær þó úthlutað meiru af aflamarki Byggðastofnunar árlega en hann sótti um né heldur meiru en því sem nemur heildarlöndun hans í Grímsey á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2024 deilt með sex. Það aflamark sem dregst frá úthlutun viðkomandi fyrirtækis vegna þessa er úthlutað til annarra umsækjanda í réttu hlutfalli við aðra úthlutun til þeirra.

Samkvæmt ofanrituðu er úthlutunin samkvæmt töflunni hér að neðan. Rétt er að taka fram að vegna úthlutunar aflamagns á yfirstandandi fiskveiðiári skv. reglugerð um veiðar í atvinnuskyni nr. 817/2024 verður úthlutun ársins í þorskígildum talið 92,7864% af því sem fram kemur í töflunni.

  


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389