Fara í efni  

Fréttir

Ungir bændur njóta áfram hagstæðra lánaskilmála

Í lok júní veitti Byggðastofnun fyrsta lánið til nýliðunar í landbúnaði undir nýju samkomulagi við evrópska fjárfestingasjóðinn (EIF). Lánið var veitt til Rebekku K. Björgvinsdóttur sem festi kaup á jörðinni Hólmahjáleigu í Landeyjum en þar er kúabú í fullum rekstri.

Rebekka er fædd og uppalin í sveit en fluttist svo með foreldrum sínum til höfuðborgarsvæðisins. Aðspurð af hverju hún hafði tekið stökkið og keypt sér bújörð segir hún: „Foreldrar mínir hættu búrekstri þegar ég var barn og ég fór því í skóla í bænum en við vorum þó alltaf í sveitinni hjá afa og ömmu í öllum fríum og um allar helgar. Afi var með kindur alla mína æsku og fram á unglingsárin sem mér þótti ósköp gaman að, ég missti eiginlega af kúnnum en lærði á kindurnar. Í raun var það alltaf draumur að geta keypt jörð og flutt í sveitasæluna aftur“.

Jack William Bradley, kærasti Rebekku, féll fyrir landbúnaðarstörfum á Íslandi fyrir 10 árum og það var hann sem benti Rebekku á að jörðin Hólmahjáleiga í Landeyjum væri til sölu. „Jack kemur með þekkingu og reynslu inn í búskapinn og ég með fjármagnið sem gerir þetta að skemmtilegri samvinnu. Við gátum því hjálpað hvort öðru að láta drauma okkar rætast.“

Rebekka starfaði áður á fasteignasölu og kynntist lánamöguleikum Byggðastofnunar þar. Auk þess benti fasteignasalinn henni á lánamöguleika stofnunarinnar í kaupferlinu sem og bændur á svæðinu.

„Umsóknarferlið var tiltölulega þægilegt, maður gerði bara sitt besta og reyndi að hafa allt eins nákvæmt og vel útfyllt og hægt var. Svo kom á daginn að starfsfólkið var meira en til í að veita hjálparhönd sem ég er afskaplega þakklát fyrir.“ sagði Rebekka að lokum.

Myndin er tekin við undirritun lánsins.  Frá vinstri á myndinni eru:  Jack William Bradley, Rebekka K. Björgvinsdóttir kaupandi jarðarinnar, Andri Þór Árnason sérfræðingur á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar, Arnar Már Elíasson forstjóri og seljendur Hólmahjáleigu þau Rafn Bergsson og Majken Egumfeldt-Jörgensen.

Myndin er tekin við undirritun lánsins. Frá vinstri á myndinni eru: Jack William Bradley, Rebekka K. Björgvinsdóttir kaupandi jarðarinnar, Andri Þór Árnason sérfræðingur á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar, Arnar Már Elíasson forstjóri og seljendur Hólmahjáleigu þau Rafn Bergsson og Majken Egumfeldt-Jörgensen.

Evrópski fjárfestingarsjóðurinn (EIF) og Byggðastofnun undirrituðu samkomulag þann 6. júní s.l. um bakábyrgðir lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Ábyrgðir EIF, sem njóta stuðnings InvestEU áætlunar Evrópusambandsins, munu gera Byggðastofnun kleift að veita allt að 3,2 milljarða króna í formi nýrra útlána með sveigjanlegri skilmálum en áður. Fjármagninu er einkum ætlað að styðja við unga bændur, viðkvæm byggðarlög, nýsköpun og konur í frumkvöðlastarfsemi.

 

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389