Fara í efni  

Fréttir

Umsóknarfrestur vegna styrkja til samstarfsverkefna NORA

Umsóknarfrestur vegna styrkja til samstarfsverkefna NORA
NORA

NORA auglýsir eftir styrkumsóknum til samstarfsverkefna með umsóknarfresti mánudaginn 3. mars 2014.

Hámarksstyrkur eru 500.000 danskar krónur árlega að hámarki í þrjú ár. Áhersla er lögð á eftirtalin svið, samkvæmt stefnumörkun NORA til fimm ára (strategiplan):

Efla sterku hliðarnar – fiskveiðar og auðlindir sjávar

Samvinna og nýsköpun á sviði fiskveiða og annarra auðlinda sjávar er grundvallarþáttur í efnahagslegri þróun á svæðinu. Því vill NORA skapa grundvöll fyrir nýsköpun, samvinnu og sjálfbærum rekstri sjávarauðlinda með því að:

  • hvetja til rannsókna og skipuleggja ráðstefnur, málstofur og námskeið
  • styðja við verkefni sem ætlað er að hámarka nýtingu auðlinda og auka afköst í sjávarútvegi, svo og verkefni sem stefna að því að þróa nýjar afurðir

Skapa ný tækifæri – fjölbreytileiki og nýsköpun

Nýsköpun og fjölbreytileiki eiga að vera í brennidepli á öllu Norðuratlatssvæðinu. Því vill NORA:

  • styðja verkefni með það að markmiði að mynda tengslanet aðila í nýsköpun, bæði lítilla og stórra fyrirtækja svo og einstaklinga, sem geta skapað grundvöll fyrir nýja viðskiptamöguleika
  • styðja verkefni þar sem unnið er að þróun nýrra framleiðsluvara, nýrra framleiðsluaðferða, nýrra aðferða við markaðssetningu svo og annarri nýsköpun sem stuðlar að fjölbreytileika

Að sigrast á fjarlægðum – innviðir og samgöngur

Kjarninn í starfsemi NORA er að sigrast á fjarlægðum. Til að stuðla að auknum efnahaglegum tengingum á svæðinu vill NORA:

  • skapa grundvöll fyrir pólitískri samræðu og sameiginlegum aðgerðum hvað varðar innviði og samgöngur á svæðinu
  • styðja verkefni sem ryðja úr vegi hindrunum vegna mikilla fjarlægða á svæðinu, þetta á við um verkefni í upplýsingatækni, þróun á ferða- og flutningamálum

Í aðgerðaáætlun (handlingsplan) NORA fyrir árið 2014 er auk þess lögð áhersla á forgang verkefnahugmynda sem tengjast efni svæðaráðstefnu NORA 2013: Nordatlanten i medierne – Medierne i Nordatlanten, en ráðstefnan fjallaði um hlutverk fjölmiðla á NORA-svæðinu og hvernig fjölmiðlar fjalla um svæðið.

Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 3. mars nk.

Leiðbeiningar við gerð umsókna má finna á heimasíðu NORA 

Einnig má hafa samband við tengilið NORA, Sigríði K. Þorgrímsdóttur, netfang sigga@byggdastofnun.is eða í síma 4555400.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389