Fara í efni  

Fréttir

Um Aflamark Byggðastofnunar í Grímsey

Í tilefni af fréttaflutningi um Aflamark Byggðastofnunar í Grímsey vill stofnunin taka eftirfarandi fram:

Undanfarin ár hefur Aflamarki Byggðastofnunar í Grímsey verið úthlutað eftir reglugerð sem sett var árið 2015 og byggði á undanþágu útgerðaraðila í eynni frá vinnsluskyldu sem er almenna reglan í Aflamarki Byggðastofnunar. Sú reglugerð var numin úr gildi með reglugerð nr.973/2019 af þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Samningar sem gerðir voru á grundvelli þeirrar reglugerðar runnu út þann 31. ágúst sl.

Aflamark Byggðastofnunar byggir nú á reglugerð nr.643/2016 og samkvæmt 7. gr. hennar er vinnsluskylda á úthlutuðu aflamarki. Ekki er að finna ákvæði í reglugerðinni sem heimilar Byggðastofnun að veita undanþágu frá þeirri skyldu og Byggðastofnun hefur ekki umboð til að breyta þeim reglum sem um aflamarkið gilda.

Síðastliðið vor var auglýst eftir umsóknum um Aflamark Byggðastofnunar til næstu sex fiskveiðiára. Vegna Grímseyjar bárust sex umsóknir. Samtal hefur verið við umsækjendur vegna þeirra og fundað með þeim í sumar út í Grímsey með það fyrir augum að hvetja umsækjendur til samstarfs um nýtingu aflamarksins til að hámarka byggðaáhrif. Umsóknir hafa ekki verið afgreiddar en umsækjendum gefinn kostur á að vinna áfram að því að reyna að koma á samstarfi um vinnslu í eynni. 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389