Fara í efni  

Fréttir

Tvö störf á lögfræði- og fyrirtækjasviði Byggðastofnunar

Stjórnsýsla póstmála hefur nú flust til Byggðastofnunar, skv. lögum um póstþjónustu.  Byggðastofnun leitar að tveimur sérfræðingum með góða samskipta- og skipulagshæfileika sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi og áhugaverð verkefni á nýju verkefnasviði stofnunarinnar, auk þess að vinna að þeim fjölbreyttu þáttum byggðamála sem sinnt er af stofnuninni.  Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall beggja starfa er 100%. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Lögfræðingur

Starfið er á lögfræðisviði Byggðastofnunar.  Helstu verkefni og ábyrgð lögfræðings eru umsjón með og afgreiðsla stjórnsýsluverkefna auk eftirlits á sviði póstmála samkvæmt lögum um póstþjónustu og umsjón með gerð álita og úrskurða á málefnasviðinu.  Möguleiki er á þátttöku í erlendu samstarfi.  Athygli er vakin á því að í samræmi við byggðastefnu stjórnvalda er starfið auglýst án staðsetningar, en skal þó unnið á starfssvæði Byggðastofnunar, utan höfuðborgarsvæðisins.

Hæfniskröfur

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
  • Mjög góð þekking á stjórnsýslurétti
  • Þekking á evrópurétti er kostur
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti
  • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í hópi
  • Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar

Sérfræðingur í greiningu fjárhagsupplýsinga

Starfið er á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar.  Helstu verkefni sérfræðings eru markaðsgreiningar og greiningar fjárhagsupplýsinga fyrirtækja á markaði fyrir póstþjónustu, umsjón með flutningsjöfnunarstyrkjum skv. lögum nr. 160/2011 um svæðisbundna flutningsjöfnun, eftir atvikum greining lánsbeiðna á
fyrirtækjasviði og samskipti við viðskiptavini. Staðsetning starfsins er á skrifstofu Byggðastofnunar á Sauðárkróki.

Hæfniskröfur

  • Menntun á sviði hagfræði, viðskiptafræði eða sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Hæfni í og reynsla af greiningu fjárhags- upplýsinga
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í hópi
  • Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar

Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Senda á umsókn til Byggðastofnunar, Sauðármýri 2, 550 Sauðárkróki eða á netfangið postur@byggdastofnun.is.

Frekari upplýsingar um störfin veita Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri, Hjalti Árnason, forstöðumaður lögfræðisviðs og Arnar Már Elíasson, staðgengill forstjóra.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júlí 2021.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389