Fara í efni  

Fréttir

Tvö ráðuneyti vinna saman að verkefnum í uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu

Iðnaðarráðherra og samgönguráðherra hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg verkefni í uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Samkomulagið felur í sér að ráðuneytin munu sameiginlega vinna að verkefnum er lúta að eflingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni í samræmi við áherslur byggðaáætlunar. Ráðuneytin munu beita sér fyrir því að samtals 100 m.kr. verði til ráðstöfunar til samstarfsverkefnanna á árunum 2003, 2004 og 2005, þar af 60 m.kr. af fjárveitingu til framkvæmdar byggðaáætlunar. Sex verkefni voru styrkt á grundvelli samkomulags iðnaðar- og samgönguráðherra á árinu 2003.

Á árinu 2000 skilaði nefnd skipuð af samgönguráðherra af sér skýrslunni Heilsutengd ferðaþjónusta. Í skýrslunni eru settar fram tillögur varðandi framtíð heilsutengdrar ferðaþjónustu hér á landi og hvernig best sé að standa að uppbyggingu hennar. Einnig skipaði samgönguráðherra nefnd sem skilaði af sér skýrslunni Menningartengd ferðaþjónusta sem kom út síðla árs 2001. Þá vann Ferðamálaráð Íslands skýrsluna Auðlindin Ísland að frumkvæði samgönguráðherra, en hún kom út árið 2002. Í skýrslunni er lögð áhersla á að kanna styrk einstakra svæða með tilliti til markhópa ferðamanna. Byggðastofnun og Félag ferðamálafulltrúa á Íslandi gerðu könnun um rekstrar- og starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva árið 2003. Lögð er áhersla á að auka fræðslu og starfsmenntun í greininni og í þeim tilgangi var í nóvember 2003 undirritaður samningur milli Byggðastofnunar og Ferðamálaráðs Íslands, en þessar stofnanir munu standa fyrir námskeiðum fyrir ferðaþjónustuaðila um rekstur fyrirtækja á landsbyggðinni.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389