Fara í efni  

Fréttir

Tímamót í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina

Tímamót í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina
Íbúafundur í Breiðdal

Í janúar sl. var haldinn íbúafundur í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina, fundurinn markaði jafnframt lok á aðkomu Byggðastofnunar að verkefninu sem hófst á seinni hluta árs 2013 og var eitt af fjórum fyrstu samstarfsverkefnunum Byggðastofnunar í Brothættum byggðum.

Að vanda var vel mætt á þennan íbúafund í Breiðdal og er það lýsandi fyrir þann áhuga og frumkvæði er heimamenn hafa sýnt á verkefnistímanum. Nokkur eða mikill árangur hefur náðst varðandi hluta þeirra markmiða sem íbúar og stjórn verkefnisins settu sér á fyrstu árum þess. Meginmarkmið verkefnisins eru fjögur:

  1. Áhugaverður búsetu- og áningarstaður
  2. Trygg atvinna
  3. Góð grunnþjónusta
  4. Öflugt mannlíf

Starfsmarkmið (undirmarkmið) voru skilgreind undir hverju meginmarkmiði.

  1. Áhugaverður búsetu- og áningarstaður: Starfsmarkmið eru 17 í verkefnisáætlun, þar af er níu lokið, fjögur eru í vinnslu og fjögur bíða þess að vinna við þau verði skipulögð og hafin. Óhætt er að segja að mikil gróska hafi verið tengd þessu meginmarkmiði og meðal annars hefur verið unnið með sérstöðu Breiðdals í tengslum við jarðfræði, upplýsingagjöf bætt og stefna mótuð í ferðaþjónustu.
  2. Trygg atvinna: Starfsmarkmið eru fimm í verkefnisáætlun, þar af má segja að þremur sé lokið m.a. hefur aflamark Byggðastofnunar nýst vel til að skapa festu í veiðum og vinnslu og fyrirtæki fest sig í sessi í ferðaþjónustu. Vinna þarf áfram í eflingu landbúnaðar og styðja þarf við nýliðun í greininni, sérstaklega í ljósi erfiðleika sauðfjárræktar á landsvísu en þó hefur þróun í byggðarlaginu verið jákvæð hvað þetta varðar.
  3. Góð grunnþjónusta: Skilgreind starfsmarkmið eru sex. Þar af má segja að vinnu við eitt sé lokið með sameiningu við Fjarðabyggð og samstarfi skóla á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Fjögur markmið er varða menntun, málefni eldri borgara, íþrótta- og æskulýðsstarf og fjarskipti eru í vinnslu en ekki hefur enn orðið af vinnu við eitt, það varðar varmadælur í skóla- og íþróttamannvirkjum.
  4. Öflugt mannlíf: Níu starfsmarkmið skilgreind, þar af er þremur náð, vinna er í gangi varðandi fjögur en segja má að tvö bíði þess að verða tekin til skoðunar.

Í töflunni má sjá yfirlit yfir fjölda markmiða og stöðu á vinnu við þau

Meginmarkmið

Lokið / fulllur árangur

Í vinnslu

Ekki náðst að vinna enn sem komið er

Áhugav. búsetu- og áningarstaður (17)

9

4

4

Trygg atvinna (5)

4

1

 

Góð grunnþjónusta (6)

1

4

1

Öflugt mannlíf (9)

3

4

2

 

17 (46,0%)

13 (35,1%)

7 (18,9%)

 

Af töflunni má sjá að ef horft er á þau viðfangsefni sem íbúar og verkefnisstjórn settu sér á upphafsárum verkefnisins hefur umtalsverður árangur náðst og miklar líkur á að fjölmörg viðfangsefni klárist til viðbótar. Þá eru væntingar um að þau verkefni sem ekki hafa náðst enn muni koma til framkvæmda á komandi árum.

Einstaklingar og félög hafa staðið að fjölmörgum áhugaverðum og árangursríkum verkefnum sem sum hver hafa notið fjárhagslegs stuðnings úr sjóði verkefnisins Breiðdælingar móta framtíðina. Verkefnin styðja öll við ofangreind meginmarkmið. Sem dæmi um slík verkefni er uppbygging Þvottaveldisins, þvottahúss, ferðaþjónusta Bifreiðaverkstæðis Sigursteins, Tinna Adventure, verkefni Hótels Bláfells m.a. flutningur og uppsetning íslandskorts í Frystihúsinu, tónleikahald, bæjarhátíðir, ýmis verkefni Breiðdalsseturs, þróun og framleiðsla matvæla hjá Breiðdalsbita og framleiðsla á bjór hjá hinu Auztfirska Bruggfjélagi og vöruþróun hjá Hamri – hóteli og kaffihúsi. Yfirlit yfir styrki í Brothættum byggðum má sjá á vef Byggðastofnunar.

Á verkefnistímanum hefur staða Breiðdals batnað ef litið er til lýðfræðilegra þátta og þá einkum fjölda íbúa. Íbúum hafði fækkað tiltölulega hratt frá aldamótum til ársins 2013 en fjöldi hefur síðan staðið í stað eða íbúum fjölgað lítillega. Áberandi fleiri karlar en konur voru með skráð lögheimili í Breiðdalshreppi 1. janúar 2018, en svo var einnig í upphafi verkefnisins.

Á fundinum kom fram að enginn bilbugur er á Breiðdælingum og þeir hyggjast halda ótrauðir áfram á þeirri braut að styrkja samfélagið í Breiðdal þrátt fyrir að aðkomu Byggðastofnunar að verkefninu sé lokið. Í máli heimamanna kom einnig fram að þeir telja verkefnið Breiðdælingar móta framtíðina hafa skilað góðum árangri og eru ánægðir með þátttökuna.

Á fundinn komu fulltrúar Fjarðabyggðar. Í máli Jóns Björns Hákonarsonar, forseta bæjarstjórnar, kom meðal annars fram að Fjarðabyggð hyggst standa við bakið á íbúum í Breiðdal varðandi áframhaldandi vinnu og eftirfylgni markmiða sem heimamenn hafa sett sér í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina. Mun Valgeir Ægir Ingólfsson, Atvinnu- og þróunarstjóri Fjarðabyggðar halda utan um þræði verkefnisins í samstarfi við Breiðdælinga.

Hákon Hansson heldur erindi á íbúafundi. 

 

Af lokafundi verkefnisstjórnar


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389