Fréttir
Tilraunaverkefni um aukinn snjómokstur í Árneshreppi í vetur
Snjómokstur verður aukinn á Strandavegi í Árneshreppi frá janúar til mars í vetur en á því tímabili verður mokað allt að tvisvar í viku þegar aðstæður leyfa. Um er að ræða tilraunaverkefni sem Byggðastofnun, Árneshreppur og Vestfjarðastofa standa að á grunni verkefnisins Brothættar byggðir, sem er hluti af byggðaáætlun stjórnvalda.
Mat á aðstæðum og ákvörðun um mokstur verður í höndum Vegagerðarinnar í samstarfi við heimafólk og eingöngu mokað þegar hægt er að leggja mat á snjóflóðahættu og veður heimilar. Vegagerðin mun fjármagna tilraunaverkefnið en markmiðið er að leggja mat á hvort hægt sé halda úti vetrarþjónustu á Strandavegi yfir háveturinn og jafnframt hvað þurfi til svo hægt sé að sinna slíkri þjónustu með öruggum hætti.
Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að Strandavegur sé um 80 km langur frá Bjarnarfirði í Norðurfjörð. Vegurinn er að hluta til niðurgrafinn og liggur um þekkt snjóflóðasvæði. Lega og ástand vegarins, auk snjóflóðahættu, veldur því að oft á tíðum er ekki er hægt að moka hann eða halda honum opnum að vetri til, sérstaklega þegar snjóþungt er. Takmörkuð fjarskipti eru einnig á þessari leið sem dregur úr öryggi bæði starfsfólks við vetrarþjónustu og almennra vegfarenda.
Íbúar Árneshrepps standa að verkefninu Áfram Árneshreppur ásamt Byggðastofnun og Vestfjarðastofu undir hatti Brothættra byggða sem er hluti af byggðaáætlun.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember