Fara í efni  

Fréttir

Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf


Byggðastofnun leiðir tveggja ára evrópskt ERASMUS+ samstarfsverkefni, INTERFACE, í samstarfi við Háskólann á Bifröst auk erlendra þátttakenda frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. INTERFACE stendur fyrir Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe, sem þýða mætti sem Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu. Auk þess að þiggja mótframlög frá þátttökuaðilum verkefnisins er það fjármagnað með €247.000 styrk frá Erasmus+ styrkjaáætlun ESB. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa þjálfunar- og kennsluefni fyrir íbúa sem vilja vinna að samfélagsþróun og uppbyggingu byggðarlaga sem eiga undir högg að sækja, meðal annars sökum fólksfækkunar og fábreyttra atvinnutækifæra. Verkefnið er einnig mikilvægur vettvangur fyrir lærdóm og miðlun reynslu annarra þjóða enda eru viðfangsefnin sambærileg í löndunum allt í kringum okkur.

INTERFACE verkefnið byggir á þarfagreiningu sem unnin er innan þátttökusvæðanna sem valin hafa verið í hverju landi. Þjálfun íbúa byggir einnig að hluta á aðferðum markþjálfunar. Íbúar öðlast færni til að vinna með og virkja aðra íbúa samfélags til framþróunar þess og munu þeir einnig skipuleggja vinnustofur þar sem unnið er að atvinnu- og samfélagsþróun.

Nú hafa þrjár námslotur verið haldnar í verkefninu og hafa þær verið vel sóttar. Fyrsta námslotan var haldin þann 29. ágúst á Borgarfirði eystri og var þá farið yfir þátttöku almennings, ákvarðanatökuferlið, fundarform og árangursmat. Önnur námslotan var þann 11. október í Hrísey og var þá farið yfir aðferðir markþjálfunar. Þriðja námslotan var þann 15. nóvember á Þingeyri og var þá haldið áfram að kynna og ræða aðferðir markþjálfunar auk samfélagsþróunar. Þá fóru gestgjafarnir á Þingeyri með hópinn í skoðunarferð og kynntu meðal annars aðsetur listamanna og starfsemi Blábankans.

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389