Fréttir
Þrjú menningarverkefni keppa um Eyrarrósina 2016
Fjöldi menningartengdra verkefna víðs vegar að af landinu sóttist eftir tilnefningu til Eyrarrósarinnar 2016. Dorrit Moussaieff, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin við hátíðlega athöfn í Frystiklefanum á Rifi 18. febrúar næstkomandi. Hún hefur afhent Eyrarrósina frá upphafi, eða tólf sinnum.
Í ársbyrjun var tilkynnt hvaða tíu verkefni prýða Eyrarrósarlistann í ár. Það varð svo niðurstaða valnefndar Eyrarrósarinnar 2016 að eftirfarandi þrjú þeirra keppi til verðlaunanna: Menningar- og fræðslusetrið Eldheimar í Vestmannaeyjum, alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar, sem fram fer í Garði, og Verksmiðjan á Hjalteyri, sem er listamiðstöð með sýningarsali og gestavinnustofur í gamalli síldarverksmiðju Kveldúlfs við Eyjafjörð.
Hvert verkefnanna þriggja hlýtur peningaverðlaun og flugmiða frá Flugfélagi Íslands. Það kemur svo í ljós 18. febrúar næstkomandi hvert þeirra hlýtur Eyrarrósina 2016. Þá afhendir Dorrit Moussaieff, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, verðlaunahafanum 1.650.000 krónur, við hátíðlega athöfn í Frystiklefanum á Rifi.
Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Viðurkenningin hefur verið veitt árlega frá 2005 og er henni ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar. Að henni standa Listahátíð í Reykjavík, Flugfélag Íslands og Byggðastofnun.
Eftirfarandi verkefni hafa fengið Eyrarrósina:
- Þjóðlagahátíðin á Siglufirði (2005)
- LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi (2006)
- Strandagaldur á Hólmavík (2007)
- Rokkhátíð alþýðunnar; Aldrei fór ég suður (2008)
- Landnámssetur Íslands (2009)
- Bræðslan á Borgarfirði eystra (2010)
- Sumartónleikar í Skálholtskirkju (2011)
- Safnasafnið á Svalbarðsströnd (2012)
- Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi (2013)
- Áhöfnin á Húna (2014)
- Frystiklefinn á Rifi (2015)
Nánar um verkefnin þrjú sem keppa um Eyrarrósina 2016
Eldheimar
Menningar- og fræðslusetrið Eldheimar í Vestmannaeyjum er tileinkað Heimaeyjargosinu árið 1973. Það er mat valnefndar Eyrarrósarinnar 2016 að þar hafi tekist sérstaklega vel að uppfylla markmið safnsins um að miðla fróðleik um Heimaeyjargosið og sögu Surtseyjar. Það hefur ekki einungis verið gert með áhugaverðri fastri sýningu heldur einnig í gegnum fjölbreytta viðburði, á borð við tónleika og myndlistarsýningar, sem laða að breiðan hóp gesta.
Ferskir vindar
Ferskir vindar er alþjóðleg listahátíð í Garði. Markmið hennar er að skapa lifandi umhverfi sem allir njóta góðs af, bæði erlendir þátttakendur og íbúar bæjarfélagsins. Gestirnir dvelja þar í fimm vikur við listsköpun sína og eiga í nánum samskiptum og samstarfi við heimamenn, auk þess að standa fyrir ýmiss konar sýningum og uppákomum meðan á dvöl þeirra stendur. Listahátíðin þykir hafa jákvæð áhrif á bæjarlíf í Garði. Hún hefur eflt menningu og listir á Suðurnesjum og þar með uppfyllt markmið sín um að færa listina til fólksins.
Verksmiðjan á Hjalteyri
Verksmiðjan á Hjalteyri er listamiðstöð með sýningarsali og gestavinnustofur í gamalli síldarverksmiðju Kveldúlfs við Eyjafjörð. Allt frá því að listafólk og frumkvöðlar á Norðurlandi tóku sig saman og stofnuðu Verksmiðjuna sumarið 2008 hefur þar óslitið farið fram framsækið og alþjóðlegt menningarstarf sem byggir á myndlist en er jafnframt samofið öðrum listgreinum. Vel þykir hafa til tekist með þá grundvallarhugmynd að í Verksmiðjunni sé listin ekki einungis til sýnis, heldur verði hún þar til og sé því mótuð af aðstæðum. Þannig hefur starf Verksmiðjunnar eflst frá stofnun og vekur æ meiri athygli, bæði innan landsteinanna og utan.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember