Fara í efni  

Fréttir

Þrír aðilar í Skagafirði taka þátt í stóru Evrópuverkefni

Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP) hefur samþykkt að styrkja verkefnið Broadband in Rural and Remote areas og verður það hluti af Interreg IIIB áætlun NPP.

Sjö íslenskir aðilar verða þátttakendur í verkefninu, þar af þrír á Sauðárkróki; Byggðastofnun, Leiðbeiningamiðstöðin ehf. og Sveitarfélagið Skagafjörður. Aðrir þátttakendur frá Íslandi eru; Ísafjarðarbær, Síminn, Póst og Fjarskiptastofnun og IMG Deloitte ehf en auk þess taka þátt í verkefninu aðilar frá Finnlandi, Svíþjóð og Skotlandi. Að sögn Þórarins Sólmundarsonar, sérfræðings hjá Byggðastofnun, er markmiðið með verkefninu að búa til verkfæri til að skilgreina stöðu sveitarfélaga á sviði upplýsingatækni þar sem horft er til þátta eins og e-learning, e-care, e-work, e-government, e-business og jafnvel fleiri þátta, s.s. menningarstarfsemi. Íslenska áherslan í verkefninu er á stöðugreiningu, markmiðasetningu/framtíðarsýn, áætlanagerð og lausnir.  Hugmyndin að BIRRA kemur upphaflega frá Kemi-Tornio Polytechnic (KTP) í Finnlandi sem fer með verkefnisstjórnun. Verkefnislok eru áætluð júnílok 2006 en verkefnið hefst nú í janúar 2005. Lokaráðstefna verkefnisins verður haldin á Íslandi þar sem gerð verður grein fyrir niðurstöðum þess. Póst og fjarskiptastofnun er matsaðili verkefnisins. Kostnaður við þátttöku Íslands verður rúmar 13 milljónir og heildarkostnaður um 66 milljónir króna.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389