Fara í efni  

Fréttir

Þörungaverksmiðjan fær nýtt skip

Grettir BA, nýtt skip Þörungaverksmiðjunnar hf. lagðist að bryggju á Reykhólum, sunnudaginn 15. maí sl.  Skipið hét áður Fossá ÞH og var kúfiskveiðiskip.  Skipið leysir af hólmi skipið Karlsey BA sem þjónað hefur Þörungaverksmiðjunni um langt árabil. Fjöldi fólks var við Reykhólahöfn að fagna komu Grettis. Slippurinn á Akureyri sá um endurbæturnar en meðal annars var skipt um brú, lestin stækkuð, skipt var úr fastri skrúfu í skiptiskrúfu, stýrisbúnaður endurnýjaður og keyptur öflugur krani.


Þörungaverksmiðjan hf. framleiðir mjöl úr klóþangi (Ascophyllum nodosum) og hrossaþara (Laminaria digitata) sem sótt er til vinnslu víðs vegar úr Breiðafirði. Klóþangs er aflað með sérstökum þangsláttuvélum. Mjölið er selt víða um heim en stærstu markaðirnir eru í Evrópu og Norður-Ameríku. Mjölið er notað sem fóður og áburður en einnig notað í margvíslegar vörur eins og íblöndunarefni fyrir lyfhylki.  Mjölið veldur því einnig að bjór freyðir betur.

Byggðastofnun á tæplega 28% hlut í Þörungaverksmiðjunni, en stærsti eigandi fyrirtækisins er bandaríska fyrirtækið FMC Corporation.

Þörungaverksmiðjan hf. tók formlega á móti vottun þann 14. júní árið 1999 þess efnis að framleiðsla verksmiðjunnar sé lífrænt vottuð. Það er Vottunarstofan Tún ehf. sem vottar framleiðslu Þörungaverksmiðjunnar hf. Vottunarstofan Tún er jafnframt eftirlitsaðili fyrir bandarísku vottunarstofuna Quality Assurance International (QAI) sem jafnframt hefur heimilað Þörungaverksmiðjunni að nota vörumerki sitt.

Hér má sjá myndir af komu skipsins af heimasíðu Reykhólahrepps.

Hér má sjá myndir af Gretti BA við prufusiglingu í Eyjafirði af heimasíðu Þorgeirs Baldurssonar.

Heimasíða Þörungaverksmiðjunnar.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389