Fréttir
Þjónustukort
Í sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis kemur fram að ríkisstjórnin muni „hefja samstarf við sveitarfélögin um gerð þjónustukorts sem sýnir aðgengi landsmanna að allri almennri þjónustu hins opinbera og einkaaðila til að bæta yfirsýn og þar með skapa grundvöll fyrir aðgerðir til að tryggja íbúum þjónustu og jafna kostnað“. Ábyrgð á framkvæmd þessa verkefnis er hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Markmiðið er að auka og bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Þannig er lagður grunnur að bættri þjónustu við almenning, auknum tækifærum til nýsköpunar og frekari stefnumótunar á sviði byggðamála. Afurð verkefnisins verða upplýsingar til landsmanna um þjónustu, settar fram á myndrænan og gagnvirkan hátt.
Ráðherra fól Byggðastofnun að annast gerð þjónustukortsins í nánu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, einstök ráðuneyti eftir því sem við á, stofnanir ríkisins og eftir atvikum fleiri aðila.
Þjónustukortið er unnið í áföngum og er það fyrsti áfangi sem kynntur er í dag með opnun vefsjárinnar thjonustukort.is Þar eru tilteknar upplýsingar á sviði heilbrigðis-, fræðslu- og löggæslumála. Ýmsar upplýsingar vantar í kortið eins og það er birt núna, auk þess sem hönnun útlits og framsetningar á eftir að þróast. Við vinnuna hefur Byggðastofnun m.a. notið aðstoðar Landmælinga Íslands og ráðgjafarfyrirtækisins Alta ehf.
Tilgangur með opnun aðgangs að vefsjánni er fyrst og fremst að gefa almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum kost á að koma á framfæri ábendingum og hugmyndum til Byggðastofnunar um útfærslu og þróun þjónustukortsins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember