Fara í efni  

Fréttir

The THING Project - Thing Site International Networking Group

Föstudaginn 4.september verður haldin ráðstefna í Hátíðarsal Snorrastofu í Reykholti undir yfirskriftinni: ÞING-THING sites - A shared hidden heritage.  Það er fyrsta ráðstefnan innan þessa verkefnis en í kjölfar hennar munu aðilar verkefnisins halda vinnufund á laugardag og sunnudag.


Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
er meðal 8 aðila af stóru verkefni sem hefur verið samþykkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP).  Meginmarkmið Norðurslóðaáætlunar 2007 – 2013 er að efla atvinnu-  efnahags-  og félagslega samvinnu svæða og landa á norðurslóðum með samstarfsverkefnum yfir landamæri á milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.  

Markmið með verkefninu er að kynna sögu þingstaða frá víkingatímanum.  Aðilar að verkefninu eru frá Skotlandi, Orkneyjum, Hjaltlandseyjum, Færeyjum, Noregi og eyjunni Mön.  Nafn verkefnisins er: The THING Project - Thing Site International Networking Group og er heildarverkefnaáætlunin upp á tæplega 1. milljón evra.   Grunnhugmynd verkefnisins er að efla og auka þekkingu á sögu þingstaða, hvernig hægt er að kynna hana og hvernig megi efla ferðaþjónustu tengda þessum stöðum.  Verkefnið byggir á þeim þingstöðum sem kunnir eru frá víkingatímanum og eru dreifðir um þau landssvæði sem víkingar námu og byggðu. 

Í Skotlandi er Dingwall þekkt örnefni á tveimur stöðum og á eyjunni Mön í Írlandshafi eru lög enn sögð við hátíðlega athöfn hvert sumar á stað sem heitir Tynwall.  Í Færeyjum stendur stjórnarsetur eyjanna á Tinganesi  þeim stað í Þórshöfn, þar sem þing voru háð um aldir.  Í Orkneyjum og Hjaltlandseyjum eru örnefni og sagnir um forna þingstaði.  Lög Gulaþings eru sögð fyrirmynd fyrstu laga á Alþingi Íslendinga á Þingvöllum árið 930.   Talið er að Gulaþing hafi verið í bænum Eyvindvik nyrst í sveitarfélaginu Gulen norðan við Bergen á vesturströnd Noregs.

Þingstaðaverkefnið er mjög stórt og opnar á tengingar milli þeirra landa þar sem þingstaðir voru.  Þar fyrir utan opnast miklir möguleikar til að draga fram sögu héraðsþingstaða á Íslandi, kynna þá og þróa fjölbreyttari ferðaþjónustu í tengslum við þá. 

Á ráðstefnunni munu 8 kunnir fræðimenn fjalla um þingstaði og þinghald til forna út frá mismunandi sjónarhornum.  Fjallað verður um lög og lagasetningu á þjóðveldistímanum, þingstaði í bókmenntum og örnefni tengd þeim.  Einnig verða erindi um fornleifafræði þingstaða og hvernig megi kynna slíkan arf.

---------------------------------------------

Til að fá nánari upplýsingar um verkefnið og ráðstefnuna má hafa samband við Einar Á.E.Sæmundsen verkefnisstjóra og fræðslufulltrúa þjóðgarðsins á Þingvöllum: einar@thingvellir.is og gsm 891 6764

Sjá nánar dagskrá og aðrar upplýsingar hér


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389