Fara í efni  

Fréttir

Þakklæti fyrir stuðninginn efst í huga þeirra sem hafa hlotið styrki úr Brothættum byggðum

Könnun var lögð fyrir styrkþega í Brothættum byggðum sem hlotið höfðu styrki úr frumkvæðissjóðum þátttökubyggðarlaga á árunum 2020-2023, í þeim tilgangi að kanna hug þeirra til styrkveitinga til frumkvæðisverkefna og verkefnisins í heild.

Könnunin var framkvæmd og send á öll þekkt netföng styrkþega í virkum þátttökubyggðarlögum á tímabilinu desember 2023 – janúar 2024. Alls voru þetta 174 netföng tengd styrkhöfum í sjö byggðarlögum. Í sumum tilvikum er sama netfangið tengt fleiri en einum styrk og það var lagt í hendur styrkþega að ákveða hvort hann/hún tók þátt í könnuninni fyrir eitt styrkt verkefni eða fleiri.

Þátttaka var góð og 102 svör bárust úr sjö byggðarlögum og heildar svarhlutfall því 59%. Niðurstöðurnar eru um margt áhugaverðar. Það sem einkennir svörin er þakklæti og ítrekun á mikilvægi stuðnings við íbúa brothættra byggða við að efla frumkvæði og þátttöku. Þetta á við gerð verkefnisáætlana, veitta styrki, stuðning frá verkefnisstjórum og verkefnið í heild. Meðal annars kemur fram hjá mörgum þátttakendum að stuðningurinn og viðurkenning á hugmyndum og hvatning sem í því felst er þeim mjög mikilvæg, jafnvel þó ekki sé um háar upphæðir að ræða í mörgum tilvikum. Þó bendir hluti styrkþega einnig á þörf á að lengja verkefni Brothættra byggða í hverju byggðarlagi og/eða hafa meira fé til ráðstöfunar til að styrkja frumkvæðisverkefni.

Eins og við má búast eru skiptar skoðanir og af svörum má sjá að í stöku tilvikum virðist styrkjaferlið ekki hafa höfðað til styrkþega og/eða þeir ósáttir við gang mála.

Sjón er sögu ríkari og það er hægt að nálgast kynningu á niðurstöðunum hér.

Hér fyrir neðan má sjá skjáskot úr niðurstöðuskjalinu.

Nánari upplýsingar veita Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson hjá Byggðastofnun.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389