Fréttir
Styrkir úr Byggðarannsóknasjóði 2024
Á ársfundi Byggðastofnunar, þann 17. apríl síðastliðinn, voru veittir sex styrkir úr Byggðarannsóknasjóði. Styrkirnir eru fjármagnaðir af fjárlagalið byggðaáætlunar og með framlagi frá Byggðastofnun. Til úthlutunar voru 17,5 m.kr.
Stjórn Byggðarannsóknasjóðs ákvað að styrkja eftirfarandi sex verkefni:
- Svæðisbundinn stuðningur í íslenskum landbúnaði. Styrkupphæð 3,4 m.kr. Styrkþegi er Jóhanna Gísladóttir, LbhÍ, ásamt Torfa Jóhannessyni.
- Ferðaleiðir um fámenn svæði. Rannsókn á aðkomu og sýn heimamanna á uppbyggingu ferðamannaleiða. Styrkupphæð 3,1 m.kr. Styrkþegi er Rannsóknamiðstöð ferðamála, Þórný Barðadóttir, ásamt SSNE og SSNV.
- Óstaðbundin störf: Hvernig er reynslan? Styrkupphæð 3,1 m.kr. Styrkþegi er RHA-Rannsóknamiðstöð HA, Sæunn Gísladóttir.
- Dreifbýlisvæðing eða þéttbýlisflæði? Byggðaþróun á Selfossi, Suðurlandi og annars staðar á suðvestursvæðinu. Styrkupphæð 3,2 m.kr. Styrkþegi er Þóroddur Bjarnason.
- Beinar og óbeinar byggðaaðgerðir og þróun mannfjölda í sex sveitarfélögum: Samanburðarrannsókn. Styrkupphæð: 2,2 m.kr. Styrkþegi er Ari Klængur Jónsson, HÍ.
- Nýliðun og kynslóðaskipti í landbúnaði – hindranir og hvatar. Styrkupphæð 2,5 m.kr. Styrkþegi er Samtök ungra bænda, Gréta Bergrún Jóhannesdóttir.
Nánari upplýsingar um einstök verkefni verða birtar á næstu vikum.
Styrkþegum er óskað innilega til hamingju með styrkinn og send hvatning og heillaóskir í þá spennandi rannsóknarvinnu sem framundan er.
Byggðarannsóknasjóður hefur það að markmiði að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bætt þekkingargrunn sem nýtist við stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála. Auglýsing um styrki til byggðamála var birt 29. janúar með umsóknarfrest til 3. mars. Alls bárust 22 umsóknir.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember