Fara í efni  

Fréttir

Styrkir til meistaranema

Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 12. desember síðastliðinn að styrkja fjóra meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála. Auglýsing um styrkina var birt 21. ágúst og rann umsóknarfrestur út 1. nóvember. Verkefnin sem sótt er um styrk til skulu hafa skírskotun til markmiða eða aðgerða byggðaáætlunar. Alls bárust þrettán umsóknir.

Heildarupphæð styrkjanna er 1,4 milljónir króna. Hver styrkur er að upphæð 350.000 kr. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun.

Verkefnin sem hljóta styrk eru:

Participatory Energy Planning for Resilient Coastal Westfjords Futures

Styrkþegi er Brianna Marie Cunliffe, Háskólasetri Vestfjarða.

Í verkefninu verður leitast við að greina áskoranir orkumála og mögulegar lausnir eða tækifæri orkuáætlana í Ísafjarðarbæ og á Vestfjörðum. Afhending og dreifing orku sem mætir þörf samfélagsins með aðferðum sem sátt er um getur styrkt orkukaup og afhendingaröryggi, afstýrt mögulegum ágreiningi með tilheyrandi kostnaði og töfum og leitt til árangursríkra framtíðarlausna.  Rannsóknin miðar að því að flétta saman gildismat, forgangsraða og fanga visku vestfiskra hagsmunaaðila með þátttöku þeirra í áætlanagerð. Í gegnum stefnumótun með framtíðarsýn að leiðarljósi verða kostir þess að endurvekja samræður um orkumál kannaðir og stuðlað að ákvarðanatöku þar sem staðbundnar nýjungar fá vægi innan um stórar áskoranir.

Ræs! - Síld!

Styrkþegi er Daníel Pétur Daníelsson, Háskólanum á Hólum.

Samfélagið á Siglufirði er fjölbreytt. Í rannsókninni verða tengsl milli Síldarminjasafns Íslands og nærsamfélagsins könnuð og hvernig styrkja má þau tengsl. Þrátt fyrir að safnið laði til sín ferðamenn þá hefur það reynst áskorun að fá íbúa til að heimsækja safnið reglulega. Með eigindlegri nálgun og rýnihópum er markmiðið að finna leiðir til að auka þátttöku heimamanna, stuðla að inngildingu og efla vitund um menningararfinn. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á hlutverk safna í samfélaginu og skoða möguleika á að tengja betur saman söfn og samfélög með virkari þátttöku íbúa.

Climate change adaptation strategies of Iceland's search and rescue teams

Styrkþegi er Glory Kate Chitwood, Háskóla Íslands.

Í verkefninu verður skoðað hvernig áhrif og líklegar afleiðingar loftslagsbreytinga, þ.e. stigmögnun nátúruváratburða með tíðari og alvarlegri atburðum, hafa áhrif á störf sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins. Sjálfboðastarf björgunarsveita er stoð í skipulagi almannavarna. Með þessari eigindlegu rannsókn verður skoðað hvernig núverandi kerfi getur aðlagast og tekist á við auknar eða breyttar áskoranir af völdum loftslagsbreytinga. Hver áhrif loftslagsbreytinga og stigmögnun náttúruvár getur verið á starfsgetu neyðarviðbragðsteyma og hvaða fyrirbyggjandi aðferðir til aðlögunar gætu verið gagnlegar til að tryggja bráðaviðbragð björgunarsveita.

Volunteerism and Emergency Management in Iceland: Examining the Role of Place Attachment and Local Engagement in Search and Rescue and Disaster Relief Organizations

Styrkþegi er Christoph Pfuelb, Háskólasetri Vestfjarða.

Markmið rannsóknar er að skoða hvata fólks til þátttöku í sjálfboðaliðastarfi í björgunarsveit eða Rauða krossinum og um leið ástæður fólks fyrir því að taka ekki þátt. Skoðaður verður svæðisbundinn og lýðfræðilegur breytileiki út frá staðartengslum og skynjun íbúa á ógn náttúrvár. Greind verða möguleg tækifæri til að bæta staðbundna neyðarstjórnun og uppbyggingu eftir hamfarir um allt Ísland. Notuð verða megindleg könnunargögn (frá 2023/2024 úr CliCNord) og verða niðurstöður greininga yfirfarnar í viðtölum við sérfræðinga og hagsmunaaðila. Markmiðið er að efla neyðarviðbúnað og samfélagsþol en gert er ráð fyrir að niðurstöður gefi hagnýtar ráðleggingar sem geti bætt staðbundið neyðarskipulag, sérstaklega í fámennum byggðarlögum og í dreifbýli.

 

Byggðastofnun hefur frá árinu 2015 veitt styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar og hefur það verið kostur ef verkefnið hefur skírskotun til byggðaáætlun.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389