Fréttir
Styrkir til meistaranema 2021
Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 22. janúar sl. að styrkja fjóra meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála. Heildarupphæð styrkjanna er ein milljón króna. Veittur er einn styrkur að upphæð 300.000 krónur, tvö verkefni hljóta styrk að fjárhæð 250.000 krónur og eitt að fjárhæð 200.000 krónur.
Viðfangsefnin snúast um fjármálastjórnun sveitarfélaga og samanburð við önnur norræn ríki, um menningararf til eflingar byggðaþróun, um kortlagningu svokallaðra „snúbúa“, og um áhrif friðunar og sauðfjárbeitar á tegundafjölbreytileika í íslenskri náttúru.
Auglýsing um styrkina birtist í október 2020 og umsóknarfrestur rann út 10. nóvember. Alls bárust sex umsóknir. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og skulu verkefnin sem sótt er um styrk til hafa skírskotun til markmiða eða aðgerða byggðaáætlunar.
Verkefnin sem styrk hljóta eru:
Fjármálastjórnun sveitarfélaga. Upphæð kr. 300.000,-
Styrkþegi er Gunnlaugur A. Júlíusson, Háskóla Íslands.
Fjármálakafli íslenskra sveitarstjórnarlaga verður borinn saman við samsvarandi lagatexta annarra norrænna ríkja. Greint verður hvort áherslumunur sé í vinnulagi milli sveitarfélaga með hátt veltufé frá rekstri og með lágt veltufé frá rekstri. Greindur verður munur í áherslum milli æðstu embættismanna og forstöðumanna stofnana við vinnslu fjárheimilda.
Arfur sem afl. Upphæð kr. 250.000,-
Styrkþegi er Hans Jakob S. Jónsson, Háskóla Íslands.
Gengið er út frá að menningararfur geti eflt byggðaþróun, aukið lífsgæði, stuðlað að þróun atvinnuvega og nýsköpun og valdeflt íbúa. Höfundur lýsir þremur verkefnum sem hann starfaði við í Svíþjóð árin 1998-2008 og ber saman við kenningar um menningararf sem afl til byggðaþróunar. Þrjú málþing verða haldin um jafnmarga staði á Íslandi og spegla síðan aðferðafræði og meginreglur sem nýtast kynnu í sama skyni hér á landi.
Snúbúar á Íslandi. Upphæð kr. 250.000,-
Styrkþegi er Hjördís Guðmundsdóttir, Háskólanum á Akureyri.
Kortlagning snúbúa (íbúar samfélaga sem fara burt en koma aftur heim) á Íslandi, með tilliti til menntunar- og atvinnuhátta, heimilishaga, viðhorfa til búsetu, búsetusögu og fleiri þátta. Umfang snúbúa og einkenni þeirra hefur ekki verið rannsakað í íslensku samhengi áður. Aukin þekking á drifkröftum búsetuáætlana snúbúa getur stuðlað hnitmiðaðri stefnumótun og markvissari aðgerða í byggðaþróun.
Impact of sheep grazing on botanic diversity and species richness. Upphæð kr. 200.000,-
Styrkþegi er Brynjólfur Brynjólfsson, Landbúnaðarháskóla Íslands.
Verkefnið fjallar um áhrif mislangrar friðunar annarsvegar og sauðfjárbeitar hinsvegar á tegundafjölbreytileika í íslenskri náttúru. Borin verða saman svæði sem hafa verið friðuð í 30, 50 og 80 ár, við sambærileg svæði sem hafa verið beitt frá alda öðli, með tilliti til tegundafjölbreytni plöntutegunda.
Byggðastofnun óskar styrkþegum til hamingju!
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember