Fara í efni  

Fréttir

Styrkir til atvinnureksturs kvenna til markaðssetningar erlendis á handverki og hönnun

Styrkir til atvinnureksturs kvenna til markaðssetningar erlendis á handverki og hönnun verða afhentir við formlega athöfn í Mýrinni í Kringlunni fimmtudaginn 18. mars nk. kl 14:00.


Þann dag verður opnuð sýning í Mýrinni á verkum þeirra hönnuða sem hljóta styrk að þessu sinni. Sýningin er liður í HönnunarMars sem stendur til sunnudagsins 21. mars.

Iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir mun flytja ávarp við athöfnina og  styrkina afhenda Anna Kristín Gunnarsdóttir formaður stjórnar Byggðastofnunar og Hermann Ottósson forstöðumaður hjá Útflutningsráði Íslands.

Markmið með þessum styrkveitingum er að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða erlendis á handverki og hönnunarvörum. Styrkjunum er ætlað að skapa aukin verðmæti og ný markaðstækifæri og eru liður í framkvæmd á aðgerð í Byggðaáætlun um stuðning við atvinnurekstur kvenna. Við mat á umsóknum var einkum horft til þess að varan væri vönduð og samkeppnishæf og að allar markaðs- og kostnaðaráætlanir væru raunhæfar og vel skilgreindar. Auglýst var eftir umsóknum fyrr í vetur og bárust alls 19 umsóknir. Rýnihópur sem skipaður var fulltrúum frá Byggðastofnun, Handverki og hönnun, Listaháskóla Íslands, Ímark og Nýsköpunarmiðstöð Íslands fór yfir umsóknirnar og gerði tillögu til dómnefndar sem tók endanlega ákvörðun um þau verkefni sem hljóta styrk. Dómnefnd var skipuð fulltrúum frá Byggðastofnun, Útflutningsráði og Hönnunarmiðstöð Íslands. Dómnefnd valdi fjögur verkefni sem hljóta fjárstyrk að upphæð 2 mkr hvort og að auki munu hönnuðir þeirra njóta leiðsagnar og ráðgjafar við að koma vörum sínum á markað erlendis.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389