Fréttir
Stuðningur við atvinnurekstur kvenna skilar árangri
Í mars 2010 veitti Byggðastofnun fjórum hönnuðum styrk til markaðssetningar erlendis. Nú rúmu ári síðar hefur velta í einu fyrirtækinu aukist um 100% og um 80% í öðru og alls hefur stöðugildum fjölgað um 50% ,,Styrkurinn markaði upphaf útflutnings hjá fyrirtækinu og hefur skipt sköpum fyrir framgang vörunnar erlendis″ (styrkþegi).
"Styrkurinn hefur sannarlega verið fyrirtækinu mínu til framdráttar og þar með atvinnulífinu á landsbyggðinni. Ef ekki hefði komið til þessi styrkur þá hefði ég klárlega ekki látið verða af að kanna möguleika erlendis. Töluverður fjárhagslegur styrkur en ekki síður hvatning og spark í rassinn við að koma sér af stað og skoða málin fyrir alvöru" (styrkþegi)
Eftirtaldir hönnuðir fengu tveggja milljóna króna styrk til markaðssetningar erlendis.
Kurlproject
Erna Óðinsdóttir klæðskeri rekur klæðskeraverkstæðið Kurl & kram á Flúðum. Styrkurinn var nýttur til að taka þátt í tískuvikum í Kaupmannahöfn árin 2010 og 2011. Mikill áhugi var á vörunum á sýningunum og tóku sjö verslanir inn kurlproject vörur, tvær í Danmörku, þrjár í Noregi, ein í Finnlandi og ein á Grænlandi. Í kjölfar tískusýninganna var m.a. í fjallað um hönnuðinn og kurlproject tískutímaritunum Collezoni og Donna. Velta fyrirtækisins jókst um 80% og í fyrirtækinu starfa fjórar konur, í þremur stöðugildum.
Mynstrað Munngæti
Hugrún Ívarsdóttir er sjálfstætt starfandi hönnuður. Styrkurinn var nýttur til markaðssetningar á vörulínunni á Íslendingaslóðum í Kanada, í Finnlandi og Noregi. Tvær blaðagreinar birtust í Lögbergi Heimskringlu. Í Kanada er varan nú í sölu hjá New Iceland Heritage Museum í Gimli. Í Finnlandi er varan til sölu hjá Lapuan kankurit í Lapua. Í vinnslu er ný vörulína sem er sniðin að norskum markaði sem byggir á hönnun og hugmyndafræði Hugrúnar. Búið er að semja við dreifingaraðila í Noregi. Velta fyrirtækisins hefur aukist um 15%, í fyrirtækinu er eitt og hálft stöðugildi. http://www.merkilegt.is/
Handlers ehf.
Bjarndís H. Mitchell sérhannar sýningartaumar fyrir hunda. Styrkurinn var m.a. nýttur til að taka þátt í sýningum í London og í Danmörku. Árangurinn er m.a. sá að taumarnir eru komnir í sölu hjá tveimur umboðsaðilum í Bretlandi, hjá einum umboðsaðila í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Belgíu, Luxemborg, Svíþjóð, Noregi og Ungverjalandi. Umfjöllun um Handlers birtist Your Dog Magazine. Velta fyrirtækisins hefur aukist um 100% og hjá fyrirtækinu starfa tveir starfsmenn í tveimur stöðugildum. http://www.originalhandlers.com/
Úr hreiðri í sæng
Helga Björg Ingimarsdóttirframleiðir dúnsængur. Styrkurinn var nýttur til markaðssetningar í Þýskalandi og Kanada. Liður í markaðssetningu er gerð kynningarmyndar sem Plús Film framleiðir. Myndin er tekin í varplandinu og sýnir ferlið frá því að varpið er undirbúið fyrir æðarfuglinn, varpið sjálft og tínsluna á dúninum, hreinsunarferlið og framleiðslu á sængunum. Veltan hjá fyrirtækinu er sú sama og enn sem komið er hálft stöðugildi. http://www.hafnir.is/
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember