Fara í efni  

Fréttir

Stýrihópur stjórnarráðsins heimsækir SSA

Stýrihópur stjórnarráðsins heimsækir SSA
Stýrihópur stjórnarráðsins og fulltrúar SSA

Síðastliðinn mánudag heimsóttu fulltrúar átta ráðuneyta, auk fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnun, starfsstöð Austurbrúar og SSA í Múlanum í Neskaupstað.

Tilefnið var árlegur fundur stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál og SSA um sóknaráætlun Austurlands. Af hálfu Stjórnarráðsins voru mættir fulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnar-, atvinnuvega- og nýsköpunar-, mennta- og menningarmála-, umhverfis-, dómsmála-, félagsmála-, heilbrigðismála- og forsætisráðuneyta, auk fulltrúa Sambandsins. Fulltrúi Byggðastofnunar er jafnframt verkefnisstjóri sóknaráætlana landshluta. Þrír yfirverkefnastjórar Austurbrúar auk framkvæmdastjórans, formanns og varaformanns SSA tóku á móti gestunum að sunnan.

Á fundinum um Sóknaráætlun Austurlands bar margt á góma, m.a. hvernig gengur fyrir aðila utan höfuðborgarsvæðisins að sækja um opinbera styrki, ekki síst hjá Rannís, rætt var um reiknireglu sóknaráætlana og kynnt vinna við svæðisskipulag Austurlands. Einnig voru kynnt nokkur af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Austurlands auk þess sem farið var yfir Sóknaráætlun Austurlands og vinnulag við Uppbyggingarsjóð Austurlands.

Fundurinn var haldinn í Múlanum í Neskaupstað, en það nýuppgerða og að hluta til nýja glæsilega hús hýsir margvíslega starfsemi, meðal annars eina af starfstöðvum Austurbrúar. Fundargestum var kynnt starfsemi Náttúrustofu Austurlands og alþjóðlega fyrirtækisins Nox Health en það eru dæmi um þá starfsemi sem Múlinn hýsir. Loks heimsótti hópurinn fyrirtækið Tandrabretti ehf. í Neskaupstað og fræddist um starfsemi þess.

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389