Fara í efni  

Fréttir

Stjórn Byggðastofnunar heldur fund í Grundarfirði

Stjórn Byggðastofnunar heldur fund í Grundarfirði
Kirkjufell

Samkvæmt lögum um Byggðastofnun er hlutverk hennar að fylgjast með þróun byggðar í landinu og vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Stofnunin skipuleggur og vinnur að ráðgjöf við atvinnulífið á landsbyggðinni í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra. Föstudaginn 4. maí síðast liðinn var haldinn stjórnarfundur í Byggðastofnun í Grundarfirði.  Auk venjubundins stjórnarfundar heimsóttu stjórn og starfsmenn fyrirtæki og stofnanir í Stykkishólmi og Grundarfirði. Farið var í Sæferðir ehf. í Stykkishólmi, Hótel Framnes Grundarfirði, Reykofninn Grundarfirði, Fjölbrautarskóla Snæfellinga og í Eyrbyggju, sögumiðstöð í Grundarfirði.

Einnig funduðu stjórn og starfsmenn með fulltrúum Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi, SSV, en Byggðastofnun og SSV hafa með sér samning um starf á sviði atvinnu- og byggðaþróunar á starfssvæði SSV. Á fundinum fengu stjórnarmenn í Byggðastofnun upplýsingar um stöðu atvinnulífs á svæðinu, styrkleika þess, veikleika og tækifæri, auk þess sem rætt var almennt um stoðkerfi atvinnulífsins og hlutverk stofnunarinnar og sveitarfélaga í því. Segja má að á Vesturlandi séu þrjú vinnusóknarsvæði, auk þess sem flæðir á milli Búðardals og Reykhóla. Svæðin þrjú eru í kringum Borgarnes og til höfuðborgarinnar, svæðið frá Bifröst að Búðardal og þriðja svæðið er Snæfellsnes með alla þéttbýlisstaðina þar, fimm talsins.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389