Fréttir
Stjórn Byggðastofnunar fundar með verkefnisstjórn Sterks Stöðvarfjarðar
Síðastliðinn fimmtudag sóttu stjórn og starfsfólk Byggðastofnunar Stöðvarfjörð heim. Tilefnið var fundur í stjórn Byggðastofnunar. Ennfremur fundur stjórnar Byggðastofnunar með verkefnisstjórn Sterks Stöðvarfjarðar ásamt fulltrúum Austurbrúar og Fjarðabyggðar og fá kynningu á því fjölbreytta og kraftmikla frumkvöðlastarfi sem unnið hefur verið að frá því að verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður hóf göngu sína.
Fundað var í Samkomuhúsinu á Stöðvarfirði. Valborg Ösp Árnadóttir Warén, verkefnisstjóri Sterks Stöðvarfjarðar, setti fundinn og sagði frá stöðu verkefnisins og hvað áunnist hefði í verkefninu fram að þessu. Í máli hennar kom m.a. fram að íbúar hafi fylkt sér um verkefnið og hafi sýnt mikið frumkvæði til athafna í þágu sterkara samfélags á Stöðvarfirði. Nokkur fyrirtæki hafi verið sett á fót svo sem fyrirtækið Brauðdagar, Kaffibrennslan Kvörn og Trésmíðaverkstæðið Steðjist ehf. Einnig hefðu íbúar tekið höndum saman í ýmsum samfélagsverkefnum sem auðgað hefðu samfélagið og mannlífið.
Gunnar Jónsson, bæjarritari ávarpaði samkomuna f.h. Fjarðabyggðar og lýsti ánægju með framvindu verkefnisins og þann kraft og áhuga sem íbúar og verkefnisstjóri hafa sýnt í verkefninu.
Hópurinn fékk því næst að kynnast frumkvöðlaverkefnum á vettvangi. Í hádegi var boðið upp á fiskibollur og meðlæti en Ásta Snædís Guðmundsdóttir fékk einmitt styrk til að hefja fiskibolluframleiðslu úr Frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar. Næst var farið í Sköpunarmiðstöðina og nokkrir frumkvöðlar heimsóttir þar. Lukasz Stencel í Kaffibrennslunni Kvörn bauð upp á gæðakaffisopa og sagði frá fyrirtækinu sínu og hvaða þýðingu styrkur úr Frumkvæðissjóðnum hefði þýtt fyrir hans verkefni. Solveig Friðriksdóttir sagði frá sínum verkefnum, en hún hefur hlotið styrki til að halda heilsueflandi daga á Stöðvarfirði og fyrir framleiðslu á slökunarpúðum. Vincent Franz Wood sagði frá sínum verkefnum, fyrirtækjunum Atomic Analog og Stúdíó Síló. Gengið var um hvern krók og kima í húsnæðinu og greint frá ýmissi starfsemi sem þar rúmast s.s. listamannadvöl auk áforma um nýjungar í þeim efnum. Silja Lind Þrastardóttir sagði frá hugmyndum og framkvæmdum vegna Fræ sköpunareldhúss sem unnið er að í Sköpunarmiðstöðinni og Kimy Tayler sagði frá fyrirtækinu sínu Brauðdögum. Því næst var haldið til Rósu Valtingojer sem rekur ásamt móður sinni, Sólrúnu Friðriksdóttur, Gallerí Snærós en hún hefur einnig hlotið styrk til vöruþróunar og fl.
Heimsókninni lauk í Steinasafni Petru en þar tóku þær systur Unnur og Petra Sveinsdætur við hópnum og sögðu frá sögu safnsins og ömmu sinnar Petru en hún var ákaflega merkileg kona sem áorkaði sannarlega miklu um ævina, sannkallaður frumkvöðull. Gestum gafst svo tækifæri til að skoða safnið og njóta góðra kaffiveitinga áður en haldið var heim á leið.
Sannarlega vel tekið á móti gestum þennan dag á Stöðvarfirði líkt og vænta mátti af Valborgu Ösp og Stöðfirðingum.
Hér má sjá myndir sem teknar voru á Stöðvarfirði þennan dag. Myndasmiður var Kristján Þ. Halldórsson.
Fundur verkefnisstjórnar Sterks Stöðvarfjarðar og stjórnar Byggðastofnunar í Samkomuhúsinu á Stöðvarfirði.
Stöðvarfjörður heilsaði með veðurblíðu.
Valborg Ösp ávarpar fundargesti í Samkomuhúsinu á Stöðvarfirði.
Hellt upp á kaffi hjá Kaffibrennslunni Kvörn.
Silja Lind Þrastardóttir útskýrir áform um Fræ sköpunareldhús í Sköpunarmiðstöðinni.
Vinnustofa fyrir dvöl listamanna í Sköpunarmiðstöðinni og fyrirhuguð aðstaða fyrir óstaðbundin störf.
Heimsókn í Gallerí Snærós til Rósu Valtingojer listakonu.
Heimsókn í Steinasafn Petru.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember