Fréttir
Stjórn Byggðastofnunar 2012-2013.
Á ársfundi sem haldinn var á Sauðárkróki þann 1. júní 2012 var skipuð stjórn Byggðastofnunar fyrir starfsárið 2012-2013, en hana skipa:
- Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar
- Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustu Austurlands
- Gunnar Svavarsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
- Sigurborg Kr. Hannesdóttir, stofnandi og annar eigandi ráðgjafafyrirtækisins Ildi
- Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss
- Ólöf Hallgrímsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Vogum í Mývatnssveit
- Þóroddur Bjarnason prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri – og er hann jafnframt formaður stjórnarinnar.
Stjórnin er því óbreytt frá fyrra starfsári, en þá var gerð sú breyting að þingflokkar stjórnmálaflokkanna tilnefna ekki lengur í stjórnina. Þess í stað skipar ráðherra fagfólk úr ýmsum áttum í stjórnina til eins árs í senn. Nýju fólki fylgja nýir starfshættir og nýjar áherslur, og má sjá þess nokkur merki í starfsáætlun stjórnarinnar fyrir yfirstandandi starfsár. Hún skiptist nú í 6 megin kafla;
- Hlutverk Byggðastofnunar í mótun Byggðastefnu.
- Samþætting byggðamála og stjórnkerfis ríkisins.
- Samstarf við sveitarfélög og landshlutasamtök.
- Lánastarfsemi á vaxtarsvæðum og varnarsvæðum.
- Stuðningur við atvinnuþróun og nýsköpun, og
- Rannsóknir og samstarf við háskóla.
Þá var eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar að gera þá breytingu á starfsreglum stjórnarinnar að aðal- og varamönnum í stjórn Byggðastofnunar, eða fyrirtæki sem þeir eiga eða eru í forsvari fyrir, skulu ekki sækja um lán og/eða styrki hjá stofnuninni, þrátt fyrir að slíkt sé heimilt samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Stjórnin hélt 10 fundi á síðasta starfsári, og voru þeir haldnir á Sauðárkróki, Egilsstöðum, Akureyri, Reykjanesbæ og í Grundarfirði. Á fundunum hafa stjórnarmenn auk hefðbundinna stjórnarstarfa átt viðræður við forsvarsmenn sveitarfélaga og starfsmenn atvinnuþróunarfélaga og fengið upplýsingar um stöðu atvinnulífs á einstökum svæðum. Framhald verður á því á komandi starfsári.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember