Fréttir
Stefnubreyting á íbúafundi í Árneshreppi
Í liðinni viku var haldinn íbúafundur í Árneshreppi á fallegum degi. Verkefnið Áfram Árneshreppur! hefur verið í gangi þar í nær þrjú ár og er lokasprettur verkefnisins fram undan.
Í upphafi verkefnisins voru sett markmið og aðgerðaáætlun. Mörg þeirra hafa heppnast vel, einkum í ferðaþjónustu, enda hafa aldrei jafnmargir heimsótt Árneshrepp og á nýliðnu sumri.
Á íbúafundinum var reynt að ná yfirsýn yfir markmiðin og hver þeirra væru mikilvægust. Fundarmenn voru sammála um að skortur á þriggja fasa rafmagni væri það sem helst stæði framþróun í sveitarfélaginu fyrir þrifum, einnig væri mikilvægt að ná samningum við ráðuneytið um sértækan byggðakvóta og aðstoð við nýliðun í landbúnaði. Þá eru samgöngumálin langt á eftir öðrum landshlutum og afar brýnt að flýta þeim vegabótum sem eru á samgönguáætlun. Enn fremur var samþykkt að fara í sauma á nýtingu og framboði á íbúðarhúsnæði í hreppnum með það fyrir augum að tryggja að hægt sé að tryggja nýjum íbúum húsnæði.
Á dögunum voru veittir styrkir til 13 verkefna í Árneshreppi úr Frumkvæðissjóði Brothættra byggða. Þau eru öll komin af stað og verður spennandi að fylgjast með hvernig þeim vindur fram. Tvö verkefni í Árneshreppi fengu auk þess styrk úr Öndvegissjóði Brothættra byggða, þ.e. sérstöku átaki stjórnvalda vegna veirufaraldurs, auk þess sem Árneshreppur nýtur góðs af verkefni í Strandabyggð sem hlaut styrk úr þeim sama sjóði.
Mjög góður samhljómur var meðal fundarmanna og einhugur um að berjast saman fyrir áframhaldandi byggð í Árneshreppi.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember