Fréttir
Staðsetning starfa ríkisins
Staðsetning starfa á vegum ríkisins er oft nefnd sem byggðamál en líklega sjaldan í samhengi við Reykjavík sem þó hefur notið stórkostlegs byggðastuðnings stjórnvalda að þessu leyti. Reykjavík er aðsetur langflestra starfsþátta á vegum ríkisins eins og sést á meðfylgjandi töflu, einkum þeirra sem hafa landið allt að vettvangi og marga starfsmenn. Þetta er alkunna og niðurstaða í könnun á staðsetningu ríkisstarfa kemur ekki á óvart.
Af töflunni sést hve Reykjavík skarar fram úr sem þjónustustaður ríkisins og greina má að Akureyri skorar hátt í samanburði við aðra þéttbýlisstaði en Reykjavík, bæði hvað varðar þjónustu á landshluta- og landsstigi. Þá má einnig greina Ísafjörð, Sauðárkrók, Egilsstaði og Selfoss frá hinum og þá einkum með þjónustu á landshlutastigi. Athyglisvert er að staðsetning ríkisþjónustu dreifist meira á þéttbýlisstaði Vesturlands, Norðurlands vestra og Suðurlands en á þéttbýlisstaði Vestfjarða, Austurlands og Norðurlands eystra og þó sérstaklega höfuðborgarsvæðisins.
Könnunin var gerð í samstarfi landshlutasamtaka sveitarfélaga og Byggðastofnunar árið 2013 sem uppfærsla á könnun sem Byggðastofnun gerði 1994 og var þá liður í undirbúningi fyrir stefnumótandi byggðaáætlun 1994-1997. Uppfærsluna og samanburðinn má sjá á bls. 43-47 í Stöðugreiningu 2013, fylgiriti með stefnumótandi byggðaáætlun 2014-2017, sem sækja má á heimasíðu Byggðastofnunar. Þessa uppfærslu jók Byggðastofnun við á árinu 2014 þannig að hún nær til allra stofnana ríkisins og hlutafélaga sem ríkið á að meirihluta.
Könnunin er einn liður í greiningu á þjónustusvæðum og þjónustustöðum til undirbúnings stefnumótunar fyrir þjónustu ríkisins í byggðaáætlun. Fleiri þætti þarf að kanna í þessum undirbúningi s.s. staðsetningu þjónustufyrirtækja. Þeirri könnun lýkur á haustdögum 2014.
Á töflunni koma hvorki fram fjöldi stofnana né starfsmanna heldur aðeins hvar starfsemi ríkisins hefur aðsetur. T.d. eru fleiri en einn prestur í nokkrum þéttbýlisstöðum og margir í sumum og fleiri en einn framhaldsskóli og háskóli. Við sumar stofnanir og starfsþætti starfa margir en fáir við önnur, jafnvel aðeins einn. Ef enginn starfsmaður er á vegum félags eða stofnunar telst sú stofnun eða það félag ekki með. Sumar stofnanir eru klofnar eftir hefðbundnum verkefnum, s.s. Samgöngustofa í Vegagerðina og Siglingastofnun, og það talið gefa gleggri mynd. Þá eru þéttbýlisstaðir utan höfuðborgarsvæðisins teygðir yfir vinnusóknarsvæði þeirra því starfsemi og starfsfólk blandast inn í bæjarstarfsemina, t.d. starfsemi háskólanna að Bifröst og Hvanneyri í Borgarnes og Hólaskóla í Sauðárkrók.
Sumir starfsþættir sem ríkið hafði áður með höndum eru nú í hlutafélögum sem ríkið á að fullu, s.s. Íslandspóstur og RARIK, eða sem ríkið á að meirihluta s.s. tónlistarhúsið Harpa og Landsbankinn. Aðrir starfsþættir eru reknir samkvæmt þjónustusamningi s.s. heilsugæslustöðin á Akureyri og Háskólasetur Vestfjarða. Hins vegar heyra rannsóknasetur Háskóla Íslands undir hann. Öll þessi rekstrarform eru talin sem starfsemi ríkisins á töflunni.
Hér er að framan er lýst ýmsum álitamálum og matsatriðum fyrir greiningu á starfsþáttum ríkisins og staðsetningu þeirra. Byggðastofnun telur að greining og framsetning upplýsinga á þeim grundvelli lýsi aðstæðum best en ábendingar og athugasemdir eru þó vel þegnar og verða vegnar og metnar. Þær má senda á arni@byggdastofnun.is.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember