Fara í efni  

Fréttir

Staðsetning ríkisstarfa um áramót 2013/2014

Staðsetning ríkisstarfa um áramót 2013/2014
Landshlutaskipting ríkisstarfa 2014

Á ársfundi Byggðastofnunar í Vestmannaeyjum voru birtar niðurstöður könnunar sem Byggðastofnun hefur gert á staðsetningu ríkisstarfa miðað við áramót 2013/2014.

Þau stöðugildi sem greidd voru í gegnum Fjársýsluna og stöðugildi á vegum opinberra hlutafélaga voru samtals 18.718. Ef horft er á fjölda stöðugilda á vegum stofnana og aðila sem njóta framlaga frá ríkinu til starfsemi sinnar þá bætast við 3.865 stöðugildi og þar með eru stöðugildin alls 22.584 um áramótin 2013/2014. Þarna er verið að „víkka út“ skilgreininguna á hvað er talið með sem ríkisstörf.

Stöðugildi kvenna voru 14.141 og stöðugildi karla 8,425.

Leitast var við að staðsetja störfin með meiri nákvæmni en kerfið gerir og leitað beint til stofnana þar sem ástæða þótti til.

72%  stöðugildanna eða 16.266  eru á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru hins vegar 64.1% heildar íbúafjöldans. Höfuðborgarsvæðið er eina svæðið sem er með hærra hlutfall opinberra starfa en hlutfall af heildaríbúafjölda. Það svæði sem næst kemur er Norðurland vestra með 2.1% stöðugildanna en 2.2% íbúafjöldans. Þar á eftir koma svo Vestfirðir með 1,8% stöðugildanna en 2.1% íbúafjöldans. Hlutfallslega er langlægsta hlutfallið á Suðurnesjum en þar eru 3.9% stöðugildanna en 6.6% íbúafjöldans.  Lágt hlutfall Austurlands er líka athyglisvert en þar eru 2,4% stöðugildanna en 3,8% íbúafjöldans.

Ríkisstörfin í víðu skilgreiningunni sem lýst var hér að framan voru 6.9% af heildaríbúafjöldanum. Í 14 sveitarfélögum af 74 nær fjöldi ríkisstarfa 6.9% eða fer yfir þá tölu. Á öllum svæðum nema á Suðurnesjum nær eitthvert sveitarfélag upp í töluna 6.9% eða hærra. Víðast að minnsta kosti tvö sveitarfélög. Það er athyglisvert að á öllum svæðum utan höfuðborgarsvæðisins nema á Suðurnesjum og Vestfjörðum er það ekki fjölmennasta sveitarfélagið sem er með flest ríkisstörfin. Í sumum tilvikum er þó um afar fámenn sveitarfélög að ræða sem ná fyrsta sæti út á fá ríkisstörf.

Ríkið er með um það bil 70% opinberra útgjalda á Íslandi en sveitarfélögin 30%. Þessu er þveröfugt farið annars staðar á Norðurlöndunum. Af því leiðir að stærri hluti opinberra starfa á Íslandi eru á vegum ríkisins, beint og óbeint, en á hinum Norðurlöndunum og því skiptir meira máli hér en þar hvar ríkisstörfin eru staðsett.

Í stefnumótandi byggðaáætlun 2014 til 2017 segir að stuðlað verði að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu starfa á vegum ríkisins. Einnig að staðsetning opinberra starfa verði notuð með markvissum hætti til að skapa störf og efla mannauð og fagumhverfi um land allt.

Til þess að geta fylgst með að aðgerðir skili árangri þá er mikilvægt að hafa upplýsingar um hver staðan er. Vilji stjórnvöld nota dreifingu opinberra starfa sem lið í byggðastefnu þá er nauðsynlegt að fyrir liggi upplýsingar um staðsetningu þeirra starfa sem ríkið greiðir fyrir beint og óbeint.

Hér er hlekkur á glærur sem sýna skiptingu stöðugilda á landshluta. Um er að ræða fjórar glærur. Sú fyrsta sýnir landshlutaskiptingu stöðugilda ríkis og opinberra hlutafélaga. Önnur sýnir landshlutaskiptingu stöðugilda stofnana á fjárlögum. Sú þriðja sýnir landshlutaskiptingu stöðugilda í „víðri merkingu“. Loks er svo fjórða glæran sem sýnir með súluritum hlutfall landshluta í íbúafjölda og stöðugildum ríkisins í „víðri merkingu“.

Byggðastofnun vonar að þessar upplýsingar verði til þess að umræðan verði upplýstari en ella.

Það á ekki að vera flókið fyrir ríkið sjálft að koma málum í það far að upplýsingar um fjölda og staðsetningu starfa liggi fyrir hjá fjármálaráðuneytinu. Það á að vera krafa til stofnana, hvort heldur ríkisstofnana, opinberra hlutafélaga eða stofnana með fjárveitingar á fjárlögum að upplýsingar um staðsetningu starfa séu skráðar kerfisbundið. Þær á að vera hægt að nálgast inni á heimasíðu efnahags- og fjármálaráðuneytisins undir flipanum um starfsmenn ríkisins. Á meðan svo er ekki mun Byggðastofnun leitast við að afla þeirra og birta.

Hér má sjá kort og töflur með upplýsingunum.

Hér má nálgast kortið í meiri upplausn (5mb)

Frekari upplýsingar gefur Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Netfang: snorri@byggdastofnun.is

 

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389