Fara í efni  

Fréttir

Spennandi sprotar á Borgarfirði eystri

Spennandi sprotar á Borgarfirði eystri
Verkefnisstjórn og verkefnisstjóri. Mynd: KÞH.

Fimmtudaginn 4. júlí hittist á fundi stjórn verkefnisins Betri Borgarfjörður sem er eitt af verkefnum Byggðastofnunar og samstarfsaðila, Brothættum byggðum. Fundurinn var fyrsti fundur fullskipaðrar verkefnisstjórnar eins og hún er nú og því ánægjulegt að fá tækifæri til að fara yfir stöðu mála.

Fundurinn hófst á því að skoðaðar voru framkvæmdir við stígagerð í Álfaborginni og eru þær framkvæmdir til fyrirmyndar og auðvelda gestum og gangandi að komast á þennan áhugaverða útsýnisstað á Borgarfirði.

Heimsóttir voru aðilar sem standa að verkefnum er hlutu styrk í úthlutun úr sjóði Brothættra byggða. Ragna S. Óskarsdóttir og samstarfsfólk hennar í Íslenskum dúni ehf. kynnti verkefni sem lýtur að því að hanna, framleiða og selja hágæða vörur úr íslenskum æðardúni. Um er að ræða dúnsængur en einnig er stefnan að hanna og framleiða svefnpoka fyrir kröfuharðasta viðskiptamannahóp sem til er, það er ferðalanga á hæstu og köldustu fjöll heims. Verkefnið er metnaðarfullt og spennandi.

Við sama tækifæri kynnti Helga Björg Eiríksdóttir verkefni sitt um þróun, markaðssetningu og sölu á súkkulaði og konfekti. Verkefnisstjórnarfulltrúum bauðst að smakka og gerðu fulltrúarnir góðan róm að afurðinni.

Þá var farið í búðina og þar tóku forsvarsmenn Gusu ehf., þau Christer Magnusson og Einfríður Árnadóttir, á móti verkefnisstjórn og sögðu frá því helsta í starfseminni, meðal annars hvernig komið hefur verið upp betri aðstöðu til móttöku og geymslu á verslunarvörum í nýrri byggingu við verslunarhúsið og er aðstaðan í Búðinni öll til fyrirmyndar þó rýmið sé ekki stórt.

 Í tengslum við heimsóknina í Búðina kynnti Árni Magnús Magnusson verkefni sitt um leigu á reiðhjólum til gesta og heimamanna á Borgarfirði. Er það komin góð viðbót við afþreyingarmöguleika í byggðarlaginu. Árni Magnús er einnig starfsmaður í Búðinni og upplýsingamiðstöð sem þar er rekin.

Eftir skoðunarferðina settist verkefnisstjórn niður og verkefnisstjórinn, Alda Marín Kristinsdóttir, fór yfir stöðu markmiða sem sett voru í kjölfar íbúaþings og stefnumótunar fyrir verkefnið. Nokkur, eða mikill árangur hefur náðst varðandi hóp markmiða en minna svigrúm gefist til vinnu við önnur markmið það sem af er. Þau krefjast því áframhaldandi vinnu og eftirfylgni. Varðandi jákvæða þróun má nefna ýmislegt en ekki er á önnur markmið/verkefni hallað þó nefnt sé að Borgfirðingar fagni lagningu ljósleiðara og vegabótum  um Njarðvíkurskriður sem nú er unnið að. Á heildina litið er til eftirbreytni hversu duglegir Borgfirðingar hafa verið að nýta sér það tækifæri sem verkefnið Brothættar byggðir/Betri Borgarfjörður gefur og standa vonir verkefnisstjórnar til að svo verði áfram.

Fallegt útsýnið af Álfaborginni. Mynd: KÞH.

 

Forsvarsfólk Íslensks dúns ehf. Mynd: KÞH.

Konfektið hennar Helgu sló í gegn. Mynd: KÞH. 

 

Fjord bikes hjólaleigan. Mynd: KÞH.

 

Christer og Einfríður standa iðulega vaktina í Búðinni. Mynd: KÞH.

 

Verkefnisstjórn og verkefnisstjóri glaðbeitt eftir daginn. Mynd: KÞH.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389