Fara í efni  

Fréttir

Snjór til trafala – eða hvað?

Snjór til trafala – eða hvað?
Frá Akureyri

Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 15. apríl sl. að styrkja fjóra meistaranema sem vinna að lokaverk­efnum á sviði byggðamála. Heildarupphæð styrkjanna er 1 milljón. Tvö verkefni fá styrk að upphæð 350.000 hvort og önnur tvö styrki að upphæð 150.000 hvort. Verkefnin eru fjölbreytt að snúa að ferðamálum, skipulagsmálum, raforkuframleiðslu og flutningi ríkisstofnana.  Markmið Byggðastofnunar með stuðningi við rannsóknir á háskólastigi á sviði byggðamála er ekki síst að auka vitund um byggðamál og byggðaáætlun og að glæða áhuga háskólastúdenta á rannsóknum á málefnasviðinu.

Eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk að þessu sinni var verkefnið „Akureyri – Vibrant town year round“ Styrkþegi er Katrín Pétursdóttir, meistaranemi í sjálfbærri hönnun þéttbýlis við Háskólann í Lundi.  Í verkefninu er leitast við að samræma nýjustu stefnur í skipulagsmálum og íslenskar aðstæður í bæjarskipulag Akureyrar, bænum til framdráttar. Með því að leita leiða til að auka gæði bæjarlandslagsins og fullnýta möguleika bæjarins geti hann verið sterkari miðstöð fyrir fjórðunginn.  Kynntar eru hugmyndir um hvernig nýta megisnjó sem safnast fyrir í bænum sem auðlind og hreinsa og skila snjóbráð og öðru ofanvatni aftur út í vistkerfið. Leiðir til þess að nýta snjóinn eru m.a. að dreifa snjó sem fellur til á stíga svo hægt sé að ferðast á gönguskíðum innanbæjar, nýta hann til að búa til skjól og til skemmtunar. Samtvinnað við þetta er kerfi sem tekur við ruðningssnjó, þar sem snjórinn getur bráðnað og vatnið leitt í farvegi sem hreinsar og skilar því aftur út í vistkerfið.  Hugmyndir um heilnæmt þéttbýlislandslag eru í stöðugri endurnýjun og er í verkefninu leitast við að útfæra nýjar stefnur í skipulagsmálum á Akureyri. Áhersla er lögð á betri nýtingu á landi bæjarins, breyttum áherslum á ferðamáta og nýjum leiðum varðandi snjósöfnun; að snúa snjónum frá því að vera farartálmi og til vandræða, í að vera auðlind sem gæðir bæinn lífi.

Lokaskýrslu verkefnisins Winter townscape regeneration – using snow to weave added qualities into the urban fabric má sjá hér 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389