Fara í efni  

Fréttir

Skilgreining opinberrar grunnþjónustu í samráðsgátt stjórnvalda

Byggðastofnun hefur að beiðni innviðaráðuneytis unnið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu ásamt greinargerð, ætlað stjórnvöldum, bæði ríki og sveitarfélögum, til leiðbeiningar við stefnumótun og framkvæmd stefna. Þessi drög hafa verið sett í samráðsgátt stjórnvalda og verða opin til umsagna og ábendinga til 7. febrúar 2024.

Í þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 er sett fram það markmið stjórnvalda að jafna aðgengi íbúa landsins að þjónustu, en þar segir: „Opinber grunnþjónusta verði skilgreind í lögum sem og hvernig réttur íbúa landsins til hennar verði tryggður óháð búsetu.“

Settar eru fram tvær aðgerðir sem styðja við framangreint, aðgerð A.15 Opinber grunnþjónusta og jöfnun aðgengis og aðgerð A.16 Kostnaðargreining vegna þjónustusóknar. Þær fela það annars vegar í sér að aðgengi og þjónustustig opinberrar grunnþjónustu verði jafnað með bættum aðstæðum og tæknilausnum. Í lýsingu á aðgerð A.15 segir m.a.: „Skilgreint verði aðgengi að opinberri grunnþjónustu. Einnig verði skilgreint lágmarksþjónustustig opinberrar grunnþjónustu fyrir dreifbýli þar sem of kostnaðarsamt getur þótt að veita þjónustuna.“

Samkvæmt mannréttindakafla Stjórnarskrárinnar og 76. gr. hennar má draga þá ályktun að stjórnvöldum beri að tryggja að íbúar landsins hafi jafnan rétt til opinberrar grunnþjónustu, en sá réttur er nánar tilgreindur í lögum og reglum. Aðgengi að opinberri grunnþjónustu og skipulag hennar tekur mið af þörfum, réttindum og öryggi íbúa. Íbúar eiga að geta notið þjónustunnar með sem minnstum  tilkostnaði, bæði hvað varðar tíma og fjármuni. Skipulag og aðgengi að grunnþjónustu tekur mið af því að styrkja búsetu í landinu. Verði grunnþjónustu ekki komið við á nærsvæði íbúanna, sem nánar er skilgreint fyrir viðkomandi þjónustu, eða með sambærilegum hætti með fjarþjónustu, njóta íbúar stuðnings við þjónustusókn sem tekur til kostnaðar við að sækja hana í tilteknum þjónustuþáttum. Það er á ábyrgð stjórnvalda að ákveða viðmið um þjónustustig lágmarksþjónustu fyrir dreifbýli.

Til að skoða nánar grunnþjónustuna er sett fram hugmynd að stigskiptingu hennar, út frá því hversu nálægt þjónustan er íbúanum og miðað við stærð þéttbýlis, hvort um er að ræða þorp, bæ, landshlutakjarna eða borg. Til grundvallar þessari framsetningu liggur írskt módel að slíkri stigskiptingu, en hér er það staðfært og lagað að íslenskum aðstæðum.

Þjónustan er þannig kortlögð út frá því hvaða þjónustuþættir eru veittir og hvar:

Fyrsta stig þjónustu miðast við þorp. Íbúum sé tryggt aðgengi að lágmarksþjónustu sem allir eiga rétt á og þarf að vera veitt í nærumhverfi.

Annað stig þjónustu miðast við minni bæi og þar fjölgar almennum þjónustuþáttum opinberrar grunnþjónustu. Á þriðja stigi þjónustu eykst þjónustuframboð og við bætist jafnvel sérhæfð eða sértæk þjónusta sem aðeins er veitt í stærri bæjum eða borg.

Á fjórða stigi þjónustu, í borg/svæðisborg, er að finna alla þætti opinberrar grunnþjónustu og sú sérhæfða og sértæka þjónusta sem í boði er.

Í drögunum er sett fram mynd sem birt er hér að neðan, byggð á áðurnefndu írsku módeli, sem skýrir þetta. Í drögunum er skýrt tekið fram að myndin sé ekki tæmandi um þjónustuflokka og á staðsetningu þjónustu eru margar undantekningar. Sama má segja um töflu um staðsetningu grunnþjónustu eftir flokkun þjónustukjarna, hún er hugsuð sem dæmi um hvernig slík kortlagning gæti litið út.

Það er áskorun að skilgreina opinbera grunnþjónustu og aðgengi og rétt íbúa að henni. Mikilvægt er að sameiginlegur skilningur ríki á viðfangsefninu. Opinber grunnþjónusta á vegum ríkis og sveitarfélaga á að vera aðgengileg fyrir alla íbúa landsins. Til þess að byggð haldist á öllu landinu þá þarf nauðsynleg þjónusta að vera til staðar fyrir þá sem þar búa.

Skýra þarf hvernig og með hvaða hætti aðgengi að þjónustunni á að vera. Veruleg þörf er á að skilgreina lágmarks þjónustustig opinberrar grunnþjónustu þar sem of kostnaðarsamt getur þótt að veita þjónustuna. Þegar skilgreiningar liggja fyrir þurfa stofnanir sem veita opinbera grunnþjónustu að taka mið af þeim skilgreiningum við skipulag og veitingu þjónustu.

 

 

 

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389