Fara í efni  

Fréttir

Skaftfell hlýtur Eyrarrósina 2013

Skaftfell hlýtur Eyrarrósina 2013
Dorrit Moussaieff afhenti Tinnu Guðmundsdóttur Eyr

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi er handhafi Eyrarrósarinnar 2013 og veittu aðstandendur þess verðlaununum móttöku við athöfn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú síðdegis.

Dorrit Moussaieff forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, afhenti verðlaunin. Fjölmennt var við athöfnina en auk afhendingarinnar ávörpuðu samkomuna Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Hanna Styrmisdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri. Kórinn Hymdodia söng spunasöng undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, við góðar undirtektir gesta.

Verðlaunin sem Skaftfell hlýtur ásamt Eyrarrós í hnappagatið er fjárstyrkur að upphæð 1.650.000 krónur, auk flugmiða frá Flugfélagi Íslands. Önnur tilnefnd verkefni í ár voru þungarokkshátíðin Eistnaflug á Neskaupstað og leiklistarhátíðin Act Alone á Vestfjörðum og hljóta þau 300 þúsund króna verðlaun auk flugmiða. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunaafhendingin fer fram utan Reykjavíkur, en á næstu árum mun afhending Eyrarrósarinnar fara fram í öllum landshlutum.

Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi er í sögufrægu húsi í gamla bænum á Seyðisfirði. Í Skaftfelli er öflugt sýningarhald innlendra og erlendra samtímalistamanna, gestavinnustofur fyrir listamenn, kaffistofa og myndlistarbókasafn. Skaftfell er burðarstoð í listgreinamenntun á öllum skólastigum á Austurlandi og stendur fyrir fræðslustarfi á alþjóðlegum grundvelli, þar sem allur bærinn tekur þátt.  Kraftmikil og metnaðarfull starfsemi með skýra listræna sýn einkennir Skaftfell og með nánu samstarfi við bæjarbúa hefur orðið til á Seyðisfirði lifandi samfélag listamanna, heimamanna og gesta þar sem aðstæður eru fyrir skapandi samræður milli leikinna og lærðra, listarinnar og hversdagsins. Skaftfell er opið allan ársins hring og nánari upplýsingar um fjölbreytt starfið má finna á www.skaftfell.is.

Eyrarrósin beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Verðlaunin eru gríðarlega mikilvæg enda um veglega upphæð að ræða, en tilnefning til Eyrarrósar er einnig mikilsverður gæðastimpill fyrir þau afburða menningarverkefni sem hana hljóta.  Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.

Hér má sjá myndir frá afhendingunni.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389