Fréttir
Skaftárhreppur til framtíðar – fjörugar umræður á íbúafundi
Íbúafundur á Kirkjubæjarklaustri vegna verkefnisins Skaftárhreppur til framtíðar var haldinn miðvikudagskvöldið 4. nóvember sl.
Fundinn sóttu um fimmtíu manns og ræddu framtíð samfélagsins af miklum áhuga fram eftir kvöldi.
Afhentir voru fimm styrkir á vegum verkefnisins að fjárhæð 7 mkr. Þá hlutu:
- Ingólfur Hartvigsson með verkefnið Pílagrímagöngur
- Hótel Efri Vík með verkefnið Fræðslustígur
- Kirkjubæjarstofa með verkefnin Þáttur í þróun byggðar, Brunasandur og Sigur lífsins
- Friður og frumkraftar með verkefnin Hvað er í matinn? og Hönnunarsamkeppni um minjagrip úr Skaftárhreppi
Eirný Valsdóttir verkefnisstjóri gerði grein fyrir fyrir stöðu verkefnisins og rifjaði upp forgangsmál íbúaþingsins frá haustinu 2013. Síðan hófust hópumræður um framtíðarsýn og markmið verkefnisins Skaftárhreppur til framtíðar. Umræðuefnin voru þessi:
- Atvinnumál
- Grunnstoðir
- Nýting náttúru, menningar og sögu
- Ímynd svæðisins
- Menntun – ungmenni
Undir hverjum lið voru nokkur stikkorð, en málefnin eru í samræmi við áherslur íbúaþingsins 2013. Hóparnir fluttu sig milli borða eftir svokallaðri „heimskaffi“aðferð þannig að hver einasti fundargestur fékk tækifæri til að setja fram skoðanir sínar á öllum málefnunum.
Skemmst er frá að segja að margar nýjar og frumlegar hugmyndir komu fram í hópunum samhliða því sem málefni sem áður höfðu verið rædd voru rifjuð upp og skoðuð frá ýmsum hliðum
Verkefnisstjóri vinnur úr umræðum fundarins og verður sett upp framtíðarsýn og markmið fyrir verkefnið í framhaldinu.
Í verkefnisstjórn sitja: Sandra B. Jóhannsdóttir sveitarstjóri, Þórarinn E. Sveinsson SASS, Auðbjörg B. Bjarnadóttir og Auður Guðbjörnsdóttir, fulltrúar íbúa og Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Kristján Þ. Halldórsson frá Byggðastofnun. Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS og Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar taka einnig þátt í starfinu.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember