Fréttir
Samþætt áætlanagerð á norðlægum svæðum
Spatial Planning in Northern Peripheral Regions
26.10.2006
Byggðastofnun og Skipulagsstofnun hafa síðasta árið unnið saman að gerð og fjármögnun verkefnis um samþætta áætlanagerð á Íslandi. Þetta verkefni er hluti af fjölþjóðlegu verkefni sem styrkt er af NPP-sjóði Evrópusambandsins og nefnt "Spatial Planning in Northern Peripheral Regions," stytt í SpatialNorth. Aðild að fjölþjóðlega verkefninu eiga að auki stofnanir og félög í Skotlandi, Finnlandi og Svíþjóð. Það er nú unnið til hálfs og samkvæmt áætlun gengst verkefnisstjórnin fyrir málþingi í Reykjavík 31. október og 1. nóvember nk. með sama heiti og verkefnið. Þangað er boðið fyrirlesurum víða að og fyrirlestrar og umræður munu fara fram á ensku.
Samþætt áætlanagerð (Spatial Planning & Development) er leidd af þeirri stefnumörkun sem Evrópusambandið mótaði með ESDP (European Spatial Development Perspective) á grundvelli sjónarmiða um alþjóðavæðingu, samkeppnishæfni svæða, fjölkjarna (polycentric) þróun og sjálfbæra þróun. Áhersla er á samþættingu áætlana fyrir stór svæði til þess að ná árangri á þessum sviðum og skapa alþjóðlegum samþykktum og samningum farveg inn í áætlanir. Áhrif þessarar stefnu á Íslandi má t.d. sjá í nýjum lögum um umhverfismat áætlana.
Meginmarkmið fjölþjóðaverkefnis SpatialNorth er að þróa góðar aðferðir við samþætta áætlanagerð á norðlægum svæðum og á málþinginu verða flutt erindi til lýsingar á verkefninu. Með málþinginu er líka seilst eftir efnivið í seinni hluta verkefnisins sem einmitt er unnið með mótun góðra aðferða við hinar sérstöku norrænu aðstæður sem eru ólíkar þeim sem ríkjandi eru í þungamiðju Evrópusambandsins.
Í hverju landi sem aðild á að SpatialNorth verður unnið sérstakt verkefni, aðallega á árinu 2006, og í framhaldinu verður samstarf milli landa, árið 2007, sem felst í því að bera saman og meta aðferðir og niðurstöður og þróa góðar aðferðir á sviði samþættra áætlana. Verkefninu mun ljúka í árslok 2007.
Í íslenska verkhlutanum er fengist við þróun á austanverðu landinu og kannaðar aðstæður til að samþætta áætlanir um: a) nýja vatnsorkustöð og tilheyrandi álbræðslu, b) nýjan þjóðgarð, c) fiskveiðar og fiskeldi, d) ferðamála- og samgönguáætlanir, e) skipulag sveitarfélaga f) byggðaáætlun og aðrar áætlanir. Verkefnið á hins vegar að geta haft mun víðtækara notagildi, nýtast við gerð landshlutaáætlana sem ná til landshlutakjarna, grannsvæða þeirra og jaðarsvæða og áætlanagerð á ýmsum sérsviðum sem mikilvægt er að samhæfa í tengslum við slíka áætlun.
Markmið með verkefninu er ekki að fullmóta samþætta áætlun fyrir Austur-Ísland, heldur að leiða saman þá sem fást við þróunaráætlanir og landnotkunaráætlanir og fá fram mat á forsendum á Íslandi til gerðar samþættra þróunaráætlana fyrir stór svæði, forsendum s.s. aðferðum og aðstæðum fyrir samstarf, upplýsingum um efnahag, samfélag og náttúrufar, aðgengi að slíkum upplýsingum og skorti á þeim og skilyrðum til þess að nota landupplýsingakerfi í áætlunargerð.
Viðfangsefni málþingsins er því áhugavert fyrir alla þá sem fjalla um áætlanir og vinna að landrænni og samfélagstengdri áætlanagerð. Það fer fram á Grand Hotel Reykjavik og hefst kl. 8:30, þriðjudaginn 31. október. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni http://www.spatialnorth.eu/ þar sem líka er að finna skráningarblað fyrir málþingið.
Dagskrá málþingsins má skoða hér
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember