Fréttir
Samtals 66 frumkvæðisverkefni í fullum gangi í Brothættum byggðum
Á árinu 2024 hlutu samtals 66 frumkvæðisverkefni brautargengi úr frumkvæðissjóðum DalaAuðs, Sterks Stöðvarfjarðar, Sterkra Stranda og Betri Bakkafjarðar. Samtals voru til ráðstöfunar tæpar 64 m.kr. úr sjóðunum í ár, þ.m.t. fjármunir sem bættust við frá verkefnum þar sem styrkfé hafði verið skilað og styrkþegar hætt við verkefni.
Það eru víða vaxtarsprotar í þátttökubyggðarlögunum og íbúar duglegir að sækja um styrki til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Frumkvæðisverkefnin spanna breytt svið en miða öll að því að byggja upp sterkara samfélag á hverjum stað s.s. með því fjölga atvinnutækifærum, efla félagsstarf, menningu og samtakamátt íbúa, fegra umhverfið, hvetja til heilsuræktar og veita alls kyns nýsköpunarverkefnum brautargengi. Verkefnisstjórar Brothættra byggða á hverjum stað eru styrkþegum innan handar og sjá jafnframt um að þoka málefnum áfram sem íbúar hafa sett fram í formi starfsmarkmiða í verkefnisáætlun hvers byggðarlags.
Það er ánægjulegt að fylgjast með krafti og eljusemi íbúa í þátttökubyggðarlögum Brothættra byggða sem leggja sitt af mörkum við að byggja upp nærsamfélagið og verða vitni að því að oft hrindir lítil hugmynd við eldhúsborðið af stað framúrskarandi verkefnum sem ná fótfestu og auðga mannlíf, byggð og búsetugæði í landsbyggðunum.
Við þetta má bæta að ótalin eru frumkvæðisverkefni frá fyrri úthlutunarárum sem mörg hver eru í fullum gangi, vexti og þróun.
Hér má sjá yfirlit yfir úthlutaða styrki úr frumkvæðissjóðum Brothættra byggða eftir þátttökubyggðarlögum og árum.
Upplýsingar um virk þátttökubyggðarlög má sjá hér: DalaAuður, Sterkur Stöðvarfjörður, Betri Bakkafjörður, Sterkar Strandir.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember