Fréttir
Samtal um framtíðina, íbúaþing á Bíldudal 28. – 29. september.
Bíldudalur – samtal um framtíðina, er verkefni á vegum Byggðastofnunar, Vesturbyggðar, AtVest, Fjórðungssambands Vestfirðinga og Háskólans á Akureyri. Það er hluti af stærra verkefni sem tekur til þriggja annarra byggðarlaga. Í verkefninu er lögð áhersla á samtal íbúa í byggðum sem búa við erfiða stöðu, um hvað þarf til að efla byggð og ekki síður, hvað samfélagið sjálft getur gert.
Verkefnið var kynnt á íbúafundi þann 3. september, en þar fór einnig fram kynning á skipulagsmálum og nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð. Síðan fóru fram umræður í litlum hópum um drauma og áhyggjur vegna mögulegrar uppbyggingar í tengslum við laxeldi.
Nú er komið að íbúaþingi, vettvangi fyrir íbúa til að taka umræðu og hugmyndir enn lengra. Sagt verður frá helstu skilaboðum íbúafundarins og næstu skrefum og myndir frá börnum úr grunnskólanum um þeirra sýn á Bíldudal munu prýða veggi. Því næst móta þátttakendur á þinginu dagskrána. Allt er til umræðu, staða og framtíð Bíldudals, atvinnumál, umhverfismál og málefni samfélagsins og allir hafa jafna möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fyrri daginn eru dregnar fram hugmyndir, þær vegnar og metnar og síðari daginn er gengið frá forgangsröðun verkefna og aðgerðaáætlunum.
Þingið verður haldið helgina 28. – 29. september, í félagsheimilinu Baldurshaga. Þingið hefst á laugardeginum kl. 11 og stendur til kl. 16. Síðan verður haldið áfram á sunnudeginum frá kl. 11 til 15. Veitingar eru í boði Vesturbyggðar. Boðið er upp á barnagæslu í Leikskólanum Tjarnarbrekku.
Íbúar eru hvattir til að mæta og láta boð út ganga, t.d. til ungra námsmanna eða annarra sem vilja koma heim þessa helgi og taka þátt.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember