Fara í efni  

Fréttir

Samningur um mannfjöldaspár

Samningur um mannfjöldaspár
Einar Örn, Sigríður Elín og Arnar Már

Byggðastofnun hefur gert fimm ára samning við Einar Örn Hreinsson um gerð mannfjöldaspár fyrir stofnunina.

Einar Örn starfaði hjá Byggðastofnun á árunum 2013-2019 og meðal verka hans þá var gerð mannfjöldalíkans sem mannfjöldaspá byggir á. Hann þekkir því vel til verksins.

Byggðastofnun hefur í þrígang frá árinu 2018 gefið út mannfjöldaspár minni svæða og er notagildi þeirra óumdeilt. Þær geta reynst mikilvægt verkfæri til að bregðast við mögulegri þróun mannfjölda tiltekinna svæða eða sveitarfélaga sem annars væri ófyrirséð.

Mannfjöldaspá minni svæða hefur þannig reynst stjórnvöldum, sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum gagnleg við áætlanagerð og gefið hagaðilum aukið svigrúm til að bregðast við líklegum breytingum. Sú breyting verður að í stað þess að gefa út mannfjöldaspá annað hvert ár mun Byggðastofnun gefa spána út árlega, frá og með árinu 2024.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389